Honda e rafbíllinn forsýndur næsta laugardag

-samhliða verður hægt að forpanta þennan nýja rafbíl.

-Honda NSX súpersportbíllinn einnig til sýnis

Fyrir áhugamenn um rafbíla eru stóru tíðindin sú núna í ársbyrjun, því nýi Honda e rafbíllinn verður forsýndur í nýjum sýningarsal Honda á vegum bílaumboðsins Öskju að Fosshálsi 1 næsta laugardag, 4. janúar. En rétt er að benda þeim sem vilja skoða bílinn á að hann verður aðeins til sýnis í nokkra daga þar sem um forsýningu er að ræða.

Með níu þrepa sjálfskiptingu og tveimur kúplingum er þessu súpersportbíll aðeins 3,3 sekúndur að komast á 100 km/h

Skapaður fyrir borgarakstur

Í nýja Honda e rafbílnum fara saman kraftmiklir aksturseiginleikar, þægindi eins og þau gerast mest og háþróuð tækni. Honda e er ekki frumgerð bíls heldur draumur sem rættist. Honda e er skapaður fyrir borgarakstur. Hann er kvikur og viljugur, einfaldur en hátæknivæddur, fyrirferðarlítill en um leið rúmgóður. Akstursánægjan er ríkuleg og losunin að sjálfsögðu engin.

image

Honda e – rafbíllinn verður forsýndur á laugardaginn að Fosshálsi 1

Samspil skýrrar hönnunar og háþróaðrar tækni leynist í hverjum drætti. Háskerpumyndavélar leysa hliðarspegla af hólmi. Með þessu eykst yfirsýn og það dregur úr heildarbreidd bílsins.

Hurðarhúnarnir falla sléttir að hurðunum og skjótast fram þegar þarf að opna þær. Framljós, myndavélar og ratsjá eru samþætt í einni heildstæðri hönnun.

Þitt eigið val á umhverfi

Friðsælt og einfalt umhverfi með afslöppuðu litavali og hágæða efnisvali. Það er bjart og rúmgott og hannað til að veita hámarks pláss og þægindi. Stafrænt mælaborð í fullri breidd heldur ökumanni upplýstum, býður upp á afþreyingu og tengir ökumann við það sem hann kann best að meta. Það veitir honum fulla stjórn yfir fjölda snjallaðgerða og þjónustuþátta.

Einnig er hægt að sérsníða skjái stafræna mælaborðsins. Þú ert því alltaf í þínu sérsniðna rými hvar sem þú ert staddur.

154 hestöfl og allt að 220 km akstursvið

Rafmagn er hinn fullkomni orkugjafi fyrir borgarakstur. Hámarkskrafturinn er 154 hestöfl og togið 315 Nm sem skilar tafarlausri og þýðri hröðun án gírskiptinga. Nær fullkomin 50:50 þyngdardreifing, sjálfstæð fjöðrun og lágur þyngdarpunktur skila akstursupplifun sem einkennist af snöggu viðbragði og kvikleika. Útgangspunktur Honda e er að skila þægilegum og afslöppuðum akstri en vilji menn spretta úr spori er valin Sport stilling sem skilar auknum afköstum með meiri hröðun.

image

Honda NSX – ofursportbíllinn sem er aðeins 3,3 sekúndur að ná 100 km/klst.

Þessu til viðbótar má hraða bílnum eða hægja á honum með Single Pedal stýringunni og er þá einungis notað eitt ástig. Stigið er á ástigið þegar tekið er af stað og af því til að hemla. Einfalt mál. Auk þess er hemlaástig sem má nota þegar þörf krefur.

Snúningsradíus 4,3 metrar

Honda e einstaklega lipur í borginni. Beygjuhringurinn er einungis 4,3 metrar, sem þýðir að auðvelt er á snúa við á venjulegri götu. „Handfrjáls” bílastæðavari Honda aðstoðar svo ökumann að leggja í jafnvel þrengstu bílastæði.

Akstursdrægi Honda e er allt að 220 km sem er jafnvel nægilegt til vikulegs aksturs innan borgarmarkanna. Bíllinn er hlaðinn í gegnum aðgengilegt hleðsluinntak á vélarhlífinni. Búnaðinum fylgir LED mælir sem sýnir á einfaldan hátt hleðslustöðu rafgeymisins. Með hraðhleðslubúnaði* er hægt að ná 80% hleðslu inn á rafgeyminn á 30 mínútum – á skemmri tíma en það tekur að hlaða snjallsíma.

Samskipti um app

Honda e er bráðsnjall. Þú getur átt samskipti við hann með My Honda+ appinu í gegnum snjallsíma. Með þessu móti er meðal annars hægt að ákveða hleðslutíma, loka gluggum bílsins eða forhita innanrýmið sem er þægilegur kostur þegar kalt er í veðri. Það er jafnvel hægt að nota snjallsímann eins og stafrænan lykil til að læsa og aflæsa bílnum.

Honda e verður til í tveimur útfærslum, Honda e á kr. 3.950.000 og Honda e Advance á kr. 4.290.000.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is