Nýr Porsche Taycan Cross Turismo

    • Rafknúinn Porsche Taycan Cross Turismo verður frumsýndur í næsta mánuði

Porsche mun brátt stækka Taycan línuna með nýju, hagnýtari afbrigði Cross Turismo, núna sem stationbíll. Nýi rafbíllinn verður frumsýndur í næsta mánuði og til að gefa smekk af því sem koma skal hefur Porsche sent frá sér nokkrar nýjar myndir af bílnum.

image

Opinber „njósnaskot“ Porsche afhjúpa nokkurn veginn hönnun Taycan Cross Turismo að fullu.

Að framan lítur bíllinn nokkuð svipað fólksbílnum og með par af mjóum LED-ljósum sett í holaðar „augntóttir“. Hleðslutengið hefur heldur ekki verið færst - það er enn staðsett fyrir aftan vinstra framhjólið.

image

Hins vegar breytist þetta allt frá B-bitanum og aftur. Þaklínan lengist í fullri lengd bílsins, eins og á Panamera Sport Turismo. Augljós ávinningur verður aukinn hagkvæmni og búist er við að höfuðrými í aftursæti aukist umfram venjulega bílinn.

Ákvörðunin um að hleypa af stokkunum stationgerð eða langbaki frá Taycan þýðir að framboð rafbílsins mun nánast spegla framboð Panamera línunnar.

Porsche verður einnig fyrsti framleiðandinn sem kemur inn í flokk sportlegra langbaka með hreinni rafmagnsgerð, þar sem þessi nýi Taycan fer í samkeppni við keppinauta eins og Audi RS 6 Avant og Mercedes-AMG E 63 station.

image

Þrátt fyrir útlitsbreytingar mun Cross Turismo halda sig við aflrásarvalkosti Taycan.

Ódýrasta afbrigðið, sem ber merkið 4S, mun innihalda 79kWh rafhlöðu og tvo rafmótora, fyrir samanlagðan afköst 429 hestöfl (eða tímabundið hámark 523 hestafla þegar „yfirbúst“ stilling Porsche er virk).

image

Turbo og Turbo S gerðirnar eru báðar með stærri 93kWh rafhlöðu Porsche - og hvor mun auka verulega afköst.

Báðir bílarnir ættu að vera með 617 hestöfl við eðlilegar aðstæður, en með „yfirbúst“-virkni Porsche, þá fer Turbo upp í 671 hestafl en Turbo S getur að hámarki verið með 751 hestafl.

(frétt á Auto Express – myndir frá Porsche)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is