BL frumsýnir rúmgóðan og afar vel búinn MG EHS Plug-in Hybrid

BL við Sævarhöfða kynnir á laugardag milli kl. 12 og 16, hinn nýja tengiltvinnbíl, EHS Plug-in Hybrid, frá MG sem er rúmgóður jepplingur í stærðarflokki C-SUV) með 1.500 kg dráttargetu. MG EHS er vel búinn öryggis- og þægindabúnaði, er með sjö ára ábyrgð og kemur í tveimur útfærslum, Comfort og Luxury. Í bílnum er 1,5 lítra eyðslugrönn en snörp 162 hestafla bensínvél með forþjöppu og 122 hestafla rafmótor við 10 þrepa rafstýrða skiptingu. Saman skilar mótorarnir 258 hestöflum og 370 Nm hámarkstogi enda fer MH EHS úr kyrrstöðu í 100 km/klst. á aðeins 6,9 sekúndum, sem er mesta hröðun í flokki sambærilegra bíla.

Rúmgóður og tæknilegur bíll

MG EHS Plug-in Hybrid er sérlega rúmgóður bíll, enda með mikið hjólhaf og háa yfirbyggingu. Nægt fóta-, höfuð- og axlarými er fyrir farþega í hvaða sæti sem er auk þess sem farangursrýmið er allt að 1275 lítrar. Til að hámarka þægindi í umgengni við bílinn er rafknúin opnun og lokun á afturhlera.

Þægindi í vönduðu farþegarými

Í farþegarými hefur verið vandað til verka til að skapa þægindi og gæði. Þetta blasir einkum við þegar litið er til sæta, en líka almenns frágangs, efnisvals og skipulags í innréttingunni og er Luxury útgáfan m.a. búin fallegri og stillanlegri stemningslýsingu og stórum rafstýrðum þakglugga úr gleri.

image

Í aftursætum MG EHS njóta farþegar m.a. ávinnings af stillanlegum sætisbökum, USB-tengjum og hreyfanlegum armpúða með innbyggðu geymsluhólfi og glasahöldurum.

image

Við leðurklætt stýrið hefur ökumaður gott útsýni yfir 12,3 tommu stafrænt mælaborðið og á rúmlega 10“ snertiskjá í miðju mælaborði er auðvelt að stjórna upplýsinga- og afþreyingarkerfinu sem m.a er búið leiðsögukerfi með Íslandskorti, og tengist auðveldlega Apple CarPlay eða Android Auto svo fátt eitt sé nefnt.

Öryggi EHS

MG EHS er vel búinn öryggisbúnaði, svo sem ýmsum aðstoðarkerfum (MG Pilot) á borð við skynvæddan hraðastilli, stöðugleikastýringu og neyðarhemlun auk brekkuaðstoðar og hliðarárekstrarskynjara sem slær út háspennu bílsins við högg. Þá er hann einnig búinn blindhornaviðvörun, hliðar- og ákeyrsluviðvörun, sjálfvirkri neyðarhemlun, akreinaskynjara, 360 gráðu myndavél og fleiru.

Hagkvæmur með 16,6 kWh rafhlöðu

Uppgefin eyðsla MG EHS við blandaðan akstur er 1,8l/100km og drægi hans er 52 km á rafmagninu samkvæmt WLTP mælingum.

image

Bíllinn hleður á 3,7 kW sem þýðir að það tekur aðeins um það bil 4 og hálfa klukkustund að fullhlaða 16,6 kWh Li-ion raflöðuna í heimahleðslu.

Þá er bíllinn ennfremur búinn endurheimtarbúnaði fyrir hemlaorku sem endurnýtir orkuna við hraðaminnkun og hleður á rafhlöðuna.

Luxury og Comfort

MG EHS verður fáanlegur í tveimur útfærslum, Luxury og Comfort, með vali á fjórum litum; svörtum, hvítum, rauðum og silfur, og tveimur litum í farþegarými; svörtu og rauðu. Verð á tengiltvinnbílnum MG EHS hjá BL verður frá 5.190 þúsundum króna.

Nánari upplýsingar

Hægt er að kynna sér MG EHS Plug-in Hybrid nánar á síðu BL með því að smella HÉR.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is