'Landjet' rafmagns flaggskip fyrir Audi, Porsche, Bentley verður smíðað í Þýskalandi

Volkswagen Group mun smíða rafbíl sem flaggskip fyrir Audi, Porsche, Bentley í Þýskalandi, að því er viðskiptablaðið Handelsblatt í Þýskalandi og Automotive News Europe segja okkur frá.

Þriggja raða sjö sæta ökutækið er í þróun hjá Audi sem hluti af Artemis-verkefninu sem er að skapa nýja tækni fyrir rafknúnar, mjög sjálfvirkar bifreiðar fyrir VW Group.

image

Artemis verkefni Audi er að þróa þriggja raða sjö sæta ökutæki fyrir lúxusmerki VW Group, að því er Handelsblatt greindi frá.

VW Group valdi verksmiðju sína í Hannover, sem smíðar aðallega atvinnubíla, fyrir Landjet vegna þess að verksmiðjur Audi eru of litlar, sagði Handelsblatt.

Verksmiðjan í Hanover mun einnig framleiða ID Buzz, nútímalega rafknúna útgáfu af „Microbus VW“ sem var vinsæll á sjöunda áratugnum.

650 kílómetra drægni á rafhlöðunni

Gert er ráð fyrir að Landjet bjóði upp á 650 km akstursvegalengd á rafmagninu. Útgáfa Audi myndi koma út árið 2024 og útgáfur fyrir Porsche og Bentley kæmu síðar. Yfirstjórn Bentley er flutt til Audi frá Porsche, að því er heimildir fyrirtækisins í síðasta mánuði sögðu Automobilwoche, systurútgáfu Automotive News Europe.

VW Group sagði á föstudag að fyrirtækið muni framleiða þrjár rafknúnar gerðir „D-sportjeppa“ fyrir önnur merki innan samstypunnar í verksmiðjunni í Hannover. Í fréttatilkynningu VW var ekki minnst á vörumerkin sem fá gerðirnar.

Handelsblatt sagði að framleiðslan Landjet verði fólksbíll sem verði keppinautur næstu kynslóðar Tesla Model S.

(Handelsblatt í Þýskalandi og Automotive News Europe)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is