Nýr Volkswagen ID 4 sýndur ódulbúinn í kínverskum skjölum

    • Myndir af annarri gerðinni í mikilvægri uppbyggingu VW hafa komið fram úr skjölum sem lögð voru fyrir kínversk stjórnvöld

Væntanlegur rafmagns crossover ID 4 frá Volkswagen hefur verið opinberaður ódulbúinn áður en fyrirhuguð frumsýning verður síðar á þessu ári í myndum sem lagðar voru fram hjá kínverskum yfirvöldum.

image
image

Myndirnar tvær sem fylgja hér með þessari frétt sýna framleiðsluútgáfuna af „crossover“, sem í upphafi verður boðinn með afturhjóladrifi og allt að um 500 kílómetra akstursvegalengd á rafmagnshleðslunni, voru að finna í VW skjölum sem fyrirtækið lagði fram til iðnaðar- og upplýsingatæknisráðuneytis Kína (MIIT).

Myndirnar eru hluti af skjölum sem öll fyrirtæki verða að leggja fram til að fá gerðarviðurkenningu fyrir gerðir í Kína.

Myndirnar sýna hvernig ID 4 mun líta út í framleiðslugerð og staðfesta að eins og búist var við mun bíllinn deila svipaðri hönnun og eiginleikum og ID 3. Skjölin staðfesta einnig að bíllinn verður 4592 mm langur, 1852 mm á breidd og 1629mm á hæð, með hjólhaf 2765mm. Upphaflega mun kínverska gerðin hafa 201 hestafla drifrás.

Rafknúni bíllinn verður lykilatriði í framleiðslu rafbíla fyrirtækisins og sameinast ID 3 þegar hann fer í sölu er til sölu í Evrópu, Kína og Bandaríkjunum árið 2021.

image

VW sýndi bílinn í felulitum í útsendingu á netinu,eins og sjá má hér, í stað fyrirhugaðs blaðamannafundar á aflýstu bílasýningunni í Genf. Þá var nýi bíllinn sýndur í tveggja tóna blárri útgáfu af búningnum sem var notaður fyrir ID 3 og sýnir greinilega mörg stílatriði framleiðslugerðarinnar. Vefútsendingin var einnig í fyrsta skipti sem VW staðfesti opinberlega að gerðin myndi bera ID 4 nafnið.

ID 4 átti að koma fram á bílasýningunni í New York í ár en eftir að þeirri sýningu var frestað vegna kórónaveirunnar, en búist er við að frumsýningin fari fram á næstu mánuðum.

ID 4 verður í upphafi seldur með einum rafmótor og afturhjóladrifi, en síðan með öflugara tveggja mótora fjórhjóladrifi sem boðið verður upp á á fyrstu 12 mánuðum sölunnar, að sögn Ralf Brandstätter, aðalstjórnanda Volkswagen.

ID 4 verður í boði með á úrval af mismunandi rafhlöðuvalkostum, sá stærsti, sem er orðrómur um að sé 83kWh eining, mun bjóða allt að 497 kílómetra aksturssvið samkvæmt WLTP prófunarlotunni.

ID 4 bíllinn sem er svipaður að stærð og Volkswagen Tiguan, mun einnig bjóða upp á hraðhleðslu sem gerir kleift að hlaða rafhlöðuna í 80% hleðslu innan 30 mín á 125-150kW kerfi.

Framleiðsla á ID 4 er fyrirhuguð í verksmiðjum í Þýskalandi, Kína og Bandaríkjunum og tryggja stöðu sína sem alþjóðlega gerð, ólíkt ID 3 sem ekki er fyrirhugað að selja í Bandaríkjunum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is