VW ID.4 er bíll ársins

Nú liggur fyrir að það var Volkswagen ID.4 sem var valinn „Bíll ársins 2021 á Íslandi”. Alls voru 44 bílar gjaldgengir í valinu að þessu sinni, en aðeins leið lengra á milli valsins vegna faraldurs Covid-19.

image

Lokaprófun bílanna 12 sem kepptu í úrslitunum fór fram miðvikudaginn 26. maí. Það var hópur bílablaðamanna frá miðlum eins og bilablogg.is, Fréttablaðinu, Morgunblaðinu, FÍB blaðinu, Viðskiptablaðinu og visir.is. sem tók þátt í þessu lokaprófi og fóru með bílana 12 upp í Hvalfjörð og þar skiptist hópurinn á að prófa bílana.

Flokkur minni fólksbíla

image

Á myndinni talið frá vinstri: Honda E 716 stig, Toyota Yaris 719 stig, Opel Corsa E 768 stig.

Flokkur stærri fólksbíla

image

Á myndinni talið frá vinstri: VW ID-3 sem hlaut 780 stig, Peugeot e-2008 sem hlaut 744 stig, Opel Mokka 776 stig.

Flokkur minni jepplinga/jeppa

image

Á myndinni talið frá vinstri: VW ID-4 sem hlaut 838 stig, MG EHS PHEV 761 stig, Skoda Enyaq EV 787 stig.

Flokkur stærri jepplinga/jeppa

image

Á myndinni talið frá vinstri: Kia Sorento 761 stig, Ford Explorer 733 stig, LR Defender 776 stig.

VW ID.4 sigraði með nokkrum yfirburðum

Þegar við skoðum niðurstöðurnar úr valinu að þessu sinni sést að Volkswagen ID.4 sigraði með nokkrum yfirburðum, hlaut 838 stig og er því vel að titlinum kominn, en sá sem kom honum næstur var Skoda Enyaq sem hlaut 787 stig.

image

Frá afhendingu Stálstýrisins í dag: Jóhann Ingi Magnússon tekur hér við verðlaunagripnum úr hendi Finns Thorlacius, en Stálstýrið verður síðan varðveitt í Heklu fram að vali næsta árs. Ljósmynd/Pétur R. Pétursson.

Heiðursfélagi

Sigurður Hreiðar var sæmdur nafnbótinni Heiðursfélagi BÍBB.

image

Sigurður Hreiðar tekur við nafnbótinni Heiðursfélagi BÍBB. Sigurður byrjaði að skrifa um bíla í febrúar 1961 þannig að liðin eru sextíu ár frá því hann hóf feril sinn.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is