Rúmlega sex metra hár, sex metra breiður og fjórtán metra langur er þessi Hummer. Hann er með stærri ökufærum bílum veraldar. 

Bíllinn er knúinn fjórum dísilvélum, enda er hann þrisvar sinnum stærri en hinn hefðbundni Hummer H1. Hann er nú til sýnis á OffRoad History Museum í Al Madam í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Það er best að leyfa myndbandinu að tala sínu máli: 

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is