Bylting í bæjarsnattið

    • Citroën AMI rafsnatti kominn í Brimborg

Brimborg kynnir föstudaginn 11. júní í Citroën salnum á Bíldshöfða krúttlega rafsnattann Citroën AMI sem er sannkölluð bylting til snatts innan borga og bæja og smellpassar við aðra ferðakosti. Citroën AMI er tveggja manna, fjórhjóla, rafdrifinn, yfirbyggður rafsnatti með 75 km rafmagnsdrægni og 45 km hámarkshraða.

Citroën er á mikill siglingu í rafbílavæðingu og fyrr á árinu kynnti Brimborg rafbílinn Citroën Ë-C4 sem algerlega hefur slegið í gegn hjá Íslendingum.

image

Ofurlipur rafsnatti með 75 km drægni á rafmagni

Citroën AMI er krúttlegur, agnarsmár, rafsnatti, 2,41 m á lengd og 1,39 m á breidd. Hann er sérhannaður til borgaraksturs með hámarkshraða 45 km / klst., 75 km drægni á 100% hreinu rafmagni, 5,5 kWh drifrafhlöðu og 6 kW rafmótor og vegur aðeins 420 kg.

image

Ótrúlega lítill beygjuradíus gerir honum kleift að smjúga um götur borga og bæja og bregða sér í sjaldgæf, agnarsmá, bílastæði.

Citroën AMI rafsnattinn er yfirbyggður með miðstöð með stórum gluggum og panorama þakglugga sem skapar mikið útsýni. Sæti eru fyrir bílstjóra og einn farþega, þeir sitja hátt og eru vel varðir fyrir óblíðu íslensku veðri.

image

100% endurvinnanlegur og einstaklega ódýr í notkun

Allir íhlutir Citroën AMI rafsnattans eru 100% endurvinnanlegir og Li-Ion drifrafhlaðan er 85% endurvinnanleg.

image

Orkukostnaður er algerlega í lágmarki enda gengur rafsnattinn Citroën AMI fyrir ódýrri, íslenskri raforku og eyðir litlu sökum þess hversu léttur hann er.

Þjónusta er aðeins á 2 ára eða 20.000 km fresti hvort sem á undan kemur og þá þarf helst að líta til þurrkublaða, hemlavökva, frjóagnasíu ásamt léttri almennri yfirferð.

image
image
image

Til kaups eða leigu

Citroën AMI rafsnattinn verður í boði til kaups til almennra fyrirtækja og fyrirtækja sem sérhæfa sig í útleigu en einnig geta fyrirtæki eða einstaklingar valið að leigja.

Tilraunaverkefni á Íslandi og sendibílaútgáfa væntanleg

Citroën AMI er tilraunaverkefni Brimborgar í samvinnu við Citroën í Frakklandi en samskonar verkefni er samtímis í gangi í fjölmörgum öðrum löndum í ljósi vaxandi vinsælda margvíslegra nýrra ferðamáta.

image

Citroën hefur þegar ynnt til sögunnar sendibílaútgáfu af AMI þar sem flutningsrými er komið í stað farþegasætis og mun hann koma á markað síðar á árinu.  

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is