Alvöru vetrarpróf rafbíla í Noregi

Það var Tesla Model 3 sem kom sá og sigraði í umfangsmikilli „vetrarprófun“ rafbíla í Noregi á dögunum. Að lokum endaði Tesla með hæsta kílómetrafjöldann: 521 kílómetra. Mercedes-Benz EQS varð í öðru sæti.

Athyglisvert var að enginn af bílunum 31 í vetrarprófinu í ár var nálægt uppgefnum WLTP tölum.

Það var norski bílavefurinn Motor og NAF, sem eru samtök bifreiðaeigenda í Noregi (systursamtök FÍB) sem stóðu fyrir þessu prófi en alls voru 31 rafbíll í drægniprófinu. Aðstæður voru breytilegar en það var ekki mjög kalt.

image

Hér eru bílarnir í kuldanum á leiðinni: Tesla Model 3, næstur þar á eftir er BMW iX xDrive50 og aftastur er Mercedes Benz EQS

Tesla Model 3 Long Range stoppaði með 521 km á kílómetramælinum. Mercedes-Benz EQS stoppaði á 513 km, og BMW iX xDrive50 fór líka 500 km.

Þeir bílar sem lengst fóru stöðvuðust rétt norðan við Kvam.

image

TILBÚNIR AÐ BYRJA: Fyrsti bíllinn sem fór af stað var Mercedes EQS, síðan BMW iX xDrive50 og Tesla Model 3 LR.

Bílarnir byrjuðu með fullhlaðna rafhlöðu, án forhitunar, frá bílskúr á Vulkan í Osló þar sem hiti yfir nótt er á bilinu 10 til 15 gráður.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is