Frumsýningar og sumarfjör

Það var fullt um að vera í bílaumboðunum um helgina. Við hjá Bílabloggi fórum á rúntinn og tókum hús á þeim umboðum sem auglýstu frumsýningar og sumarfjör.

Sumarferð Heklu 7.-11. júní

Það var sumarstemning hjá Heklu en þeir kynntu sína nýjustu fáka í rafbílaflokki. Þar mátti sjá hinn splunkunýja ID.4 GTX sem er fjórhjóladrifin útgáfa af ID.4.

Bíllinn sá er verulega flottur, allur samlitur með glæsilegri innréttingu og 300 hestfla mótor.

Verðið á GTX er frá 6.990 þús. Hér getur þú séð meira um þennan glæsilega bíl.

image

Volkswagen ID.4 GTX, fjórhjóladrifinn rafmagnsbíll.

image

Nýi GTX bíllinn er með aðeins stærri skjá en ID.4.

image

Vel formuð sætin halda vel utan um mann og eru afar þægileg.

Ferðadagar BL

Sölufólk BL var í toppstuði og sumarskapi. Þar var boðið upp á léttar veitingar um leið og menn gátu skoðað stútfullan sal af nýjum og flottum bílum.

Þar má nefna glæsilega línu Renault sem býður nú Megane og Capture í tengitvinnútgáfum og Clio sem tvinnbíl svo eitthvað sé nefnt.

Hinn nýi MG EHS, tengitvinnbíll hefur komið sterkur inn á markaðinn enda búinn veglegum staðalbúnaði, frábærum aksturseiginleikum og fallegri hönnun innanrýmis.

image

Hinn vinsæli Renault Megane fæst nú í tengitvinnútgáfu.

image

Renault Captur í tengitvinnútgáfu.

image

Renault Clio í tvinnútgáfu.

image

Vel heppnaður og flottur MG EHS, tengitvinnbíllinn hefur slegið í gegn.

image

Nissan Leaf er einn af vinsælustu rafbílum á Íslandi um árabil.

image

Tilbúinn í hálendið.

image

BL býður veglega aukahlutapakka á Ferðadögum BL.

BL býður úrval aukahluta sem breikka notkunarsvið bílsins. Nú standa ferðadagar yfir hjá BL þar sem boðið er upp á veglega ferðapakka þar sem þú getur valið aukahluti sem nýtast í ferðalaginu að andvirði 300 þús. króna.

Nýr Mustang Mach E og Citroen Ami

Það er alltaf gaman að koma í Brimborg. Í salnum hjá þeim mátti sjá nýbónaðan og glansandi Mustang Mach E. Mustang Mach E bíllinn var að lenda í umboðinu og var bónið varla þornað á þessum í salnum.

image

Mustang Mach E: Stórglæsilegur og markar tímamót í rafbílaflórunni.

image

Takið eftir hallandi þaklínunni - hún virðist engin áhrif hafa á plássið afturí. Við settumst inn og þar var nóg pláss - bæði fóta- og höfuð.

image
image

Mustang Mach E: Hér má sjá ættarsvipinn.

image

Ford Mustang Mach E er glæsilegur og vel búinn ferða- rafmagnsbíll.

Alveg í hina áttina er það svo hinn stórsniðugi Citroen Ami. Sá „bíll” er bara krúttlegur og vekur óskipta athgli fyirr öðruvísi útlit.  Drægni er um 75 km. á fullri rafhlöðu og hámarkshraði er um 40 km/klst. Þessi yrði án efa skemmtilegur í borginni.

image

Citroen Ami er náttla bara krúttbomba.

image

Það er örugglega auðvelt að leggja í lítil og þröng stæði.

image

Citroen Ami: Hér er það einfaldleikinn sem ræður ríkjum.

Nýr Rexton

Næsti viðkomustaður var Bílabúð Benna. Þar var kynntur nýr Rexton og sá ekki í lakari kantinum. Rexton hefur hlotið titilinn „Bestu kaupin” fjórða árið í röð samkvæmt 4x4 Magazine í Bretlandi.

Verðið á þessum glæsilega bíl er frá 8.490 þús. sem teljast verður mjög gott fyrir bíl í þessum gæða- og stærðarflokki.

image

Ssangyong Rexton: Öflugur og sterklegur og oft kallaður Konungurinn.

image

Grillið sver sig í ætt nýrrar línu í hönnun bílgrilla í dag.

image

Ssangyong Rexton: Innréttingin er afar vel heppnuð og vönduð.

Við bíðum svo spennt hjá Bílabloggi að fá til reynsluaksturs nýjan Opel Mokka. En hann vakti athygli í salnum hjá Benna um helgina.

image

Opel Mokka.

Uppfærður Hyundai Kona

Nú varð ferðinni heitið í Kauptún. Fyrsti viðkomustaður: Hyundai á Íslandi. Það var margt um manninn í Hyundai salnum og vel tekið á móti okkur.

image

Flottur framendi á nýjum Hyundai Kona.

image

Mælaborðið hefur verið uppfært og lúkkar einstaklega vel.

image

Hyundai Kona: LED.

image

Flottari sæti. Þau halda mjög vel við og eru sérlega þægileg.

image

Hyundai Kona: Nú getur þú fengið þinn Kona tvílitan.

Kona hefur án efa verið einn vinsælasti rafbíllinn á Íslandi um árabil og sá nýi er verðugur keppinautur í flórunni sem er að koma á markað í dag. Nú getur þú fengið þinn Kona tvílitan – til dæmis svartan með hvítum toppi.

Við tókum einnig eftir að sportjeppinn Tucson vakti mikla athygli viðstaddra enda frábær bíll. Hér má lesa um reynsluakstur okkar á nýjum Tucson.

Nýr Hyundai Kona er á frábæru verði eða frá 5.290 þús. með 39 kW/st. rafhlöðunni og Premium útgáfan er á aðeins 6.090 þús. með 64 kW/st. rafhlöðu.

Allir í sumarskapi hjá Toyota

Það vantaði ekki gleðina hjá Toyota í Kauptúni. Þar nutu gestir og gangandi veitinga um leið og þeir ræddu kaup og kjör við sölumenn Toyota. Þar á bæ var sannkölluð sumarhátíð.

Þar mátti sjá Meistara Yaris á stalli en sá bíll hlaut titilinn Bíll ársins í Evrópu árið 2021 og er vel að titlinum kominn.

Flottar útgáfur af RAV4 Hybrid voru í salnum ásamt hinum nýja RAV4 PHEV sem er rúmlega 300 hestöfl.

image

Toyota RAV4: Hin vinsæla hybrid tækni Toyota hefur sannað sig meðal ánægðra Toyota eigenda.

image

Toyota RAV4 PHEV: Þessum er stungið í samband.

image

Meistari Yaris.

image

Toyota Yaris: Bíll ársins í Evrópu árið 2021.

image

Sölumenn Toyota voru í samningastuði um helgina.

Við hjá Bílabloggi bíðum spennt eftir nýjum Yaris Cross sem er væntanlegur og sjá má myndir af hér virkilega spennandi gripur. Við fjölluðum einnig um nýjan Land Cruiser 300 sem kynntur var fyrir skömmu og sjá má þá umfjöllunn okkar hér.

Myndir og texti: Pétur R. Pétursson og Gunnlaugur Steinar Halldórsson

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is