Ekki diskahemlar í rafbílum?

    • Hvers vegna gamaldags skálabremsur geta verið leið framtíðarinnar fyrir rafbíla
    • Í stuttu máli: kostnaður, flókið, tæringarþol og endurnýjunarhemlun

Hér í eina tíð þótti það með einni allra merkustu framförum í bílaiðnaðinum þegar bílar fengu diskahemla, eða þar sem hemlaklossar gripu utan um diska í stað þess að borðum var þrýst út í hemlaskálarnat til að hemla.

Bílavefurinn Autoblog birti á dögunum grein af vefnum ENGADGET sem fjallar um þetta og útskýrir af hverju þetta gæti verið að gerast

Komu fyrst fram árið 1899

Skálabremsur eru „gamaldagstækni“ sem hefur verið til næstum eins lengi og bílar hafa verið til. Fyrst þróaðar árið 1899, þá er þessa hönnun á bremsum að finna á fyrstu frumgerðum bíla sem smíðuð voru eins og af Wilhelm Maybach og Louis Renault.

Skálabremsur voru lengi staðalbúnaðurinn til að hægja á ökutæki miðað við ágætis afköst og ódýran framleiðslukostnað.

En þeessi gerð á bremsum fór að falla í ónáð hjá bílaframleiðendum um miðjan sjöunda áratuginn þegar diskabremsukerfi með styttri stöðvunarvegalengd náðu útbreiðslu.

Mismunandi kerfi

Skálabremsur og diskabremsur virka mjög mismunandi og hvert kerfi hefur sína kosti. Diskabremsur eru með par púða sem er þrýst að diskinum til að mynda núning og hægja á snúningi hjólsins.

Skýringarmyndband um virkni á skálarbremsum

Skálabremsur hafa hinsvegar bremsuskóna sína innan sívalningslaga „skálar“ sem snýst ásamt restinni af hjólinu og nota stimpla til að þrýsta skónum tveimur út á við og að innri vegg skálanna til að skapa núning sem hægir á ökutækinu.

Endunnýjunarhemlun virkar vel með skálabremsum

Endurnýjunarhemlakerfi rafbíla, sem snýr aftari mótornum í afturábak (breytir honum í rafal til að hlaða inn á rafhlöður ökutækisins) hvenær sem þú sleppir eldsneytisgjöfinni, fellur einnig vel að virkni með skálabremsum.

Með rafmótor sem situr á afturásnum og hægir sjálfkrafa á honum meðan á endurnýjun hemlunar stendur, munu afturhemlarnir oft ekki fá mikla notkun, samkvæmt VW.

Með notkun diska að aftan er því hætt við að þeir ryðgi eða tærist þegar mest þarf á þeim að halda. Skálar eru yfirleitt ónæmar fyrir því, þar sem þær eru í raun lokaðar frá umhverfi vegarins.

„Fullkomin lausn“

Talsmaður frá bremsuþróunardeild Volkswagen AG var sammála því að „skálabremsur virðast vera úreltar, en fyrir rafbíla eins og ID.4 er það hin fullkomna lausn.“

Í rafknúnum ökutækjum, þar sem rafhlöðupakkarnir geta vegið jafn mikið og fullhlaðin kerra aftan í bíl, er hvert gramm dýrmætt og hvert þeirra kostar.

Þó að diskakerfi gætu verið áhrifaríkari en skálar, þá eru þau líka mun flóknari - og þessir auka íhlutir, eins og sjálfstæði rafhemillinn (stöðuhemillinn), bæta allir við heildarþyngd ökutækisins og og kosta sitt.

image

Continental hafði áður unnið að því að þróa allt í eins disks-bremsukerfi árið 2017 sem miðaði að rafbílamarkaðnum, kallað „New Wheel Concept“.

„Felgan samanstendur af tveimur álhlutum, innri burðarstjarnan úr áli með álbremsudisknum og ytri álfelgan með dekkinu,“ útskýrði fyrirtækið í fréttatilkynningu á sínum tíma.

„Öfugt við hefðbundnar hjólabremsur, tengir „New Wheel Concept“ bremsan álskífuna að innanverðu. Þetta gerir það kleift að hafa sérstaklega stórt þvermál, sem nýtist í hemlunarárangri. “

Skýringarmyndband um virkni á skálarbremsum

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is