Concept Recharge hugmyndabíll Volvo sýnir framtíðarrafbíla vörumerkisins

Volvo mun fljótlega vera kominn með fulla rafknúna línu, þar sem það hefur það markmið að rafbílar verði 100% af sölu Volvo strax árið 2030.

Volvo forsýndi hugmynd að nýjum rafbíl í dag með frumsýningu á „Concept Recharge“.

image

Núverandi rafbílar Volvo deila grunni með bílum sínum sem nota hefðbundnar brunavélar en næstu kynslóðir bíla verða frá upphafi hannaðir sem rafbílar.

Concept Recharge var upphaflega hannaður sem rafbíll, sem þýðir að hann er með flatt gólf og lengt hjólhaf til að hámarka innra rými bílsins.

Volvo segir einnig að rafbílagrunnurinn hafi gert hönnuðum kleift að koma sætunum fyrir upp á nýtt, fínstilla þakprófílinn og lækka húddið.

image

„Concept Recharge“ hugmyndin okkar er stefnuskrá fyrir rafknúna framtíð Volvo bíla sem og nýja gerð ökutækja,“ sagði Robin Page, yfirmaður hönnunar.

image

Í innanrými er stór 15 tommu skjár og síðan einnig lítill skjár fyrir framan stýrið.

Efst á framrúðunni er nýr „lidar“ skynjari, eða skynjari sem virkar eins og radar en notar leysigeisla, sem forsýnir einnig nýjan lidar skynjara sem verður bætt við næstu kynslóð XC90.

image

Við munum líklega sjá nokkrar af þessum hönnunaráhrifum strax á næsta ári þegar rafknúinn XC90 verður frumsýndur.

En látum nokkrar myndir í viðbót tala sínu máli:

image
image
image
image

(byggt á frétt á vef TORQUE REPORT)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is