Splunkunýir Land Cruiserar gjöreyðilögðust

    • Þar sannast að það er nánast hægt að eyðileggja hvað sem er

Það hefur fylgt Land Cruiser bílum Toyota hversu sterkir og vel byggðir þeir eru. Við sögðum fyrir skömmu frá nýjustu gerð Land Cruiser 300 hér á blogginu sem vísast verður ekki til sölu hér á landi.

Það sýndi sig fyrir fáeinum dögum þegar bílaflutningabíll hlaðinn Cruiserum valt á mikilli ferð er verið var að ferja bílana.

image

Sex jeppar handónýtir

Óhappið átti sér stað í Salalah í Óman og gjöreyðilögðust sex nýir Land Cruiser 300 bílar. Samkvæmt Twitter færslu MSDAR News hvolfdi flutningabílnum.

Margir af bílunum eru gjörónýtir og rifnuðu nánast eins og pappír í veltunni.

Nokkrir bílanna virðast hafa kastast af vagninum af miklu afli. Sem betur fer var einnig greint frá því að enginn slys urðu á fólki.

image

Slysið varð að næturlagi og þegar birta fór og menn fóru að flytja brökin af slysstað sást hversu illa bílarnir voru farnir. Einhver sagði að það mætti halda að Godzilla hefði komist í bílana og traðkað á þeim.

Vinsælir á svæðinu

Land Cruiser 300 er vinsæll í Mið-Austurlöndum enda fullt af vel efnuðu fólki sem vill kaupa þessa gæðafáka. Viðbragðsaðilar í Dubai voru reyndar einir þeirra fyrstu sem fengu nýja Cruiserinn afhentan til þjónustu, bæði lögregla og björgunarsveitir enda þekktir fyrir að nota ofurbíla.

image

Lögregla og hjálparsveitir í Dubai nýta nýja Land Cruiser 300 bílinn í þjónustu sinni.

Vonandi líður þó ekki á löngu þangað til nýir bílar komast til kaupenda sinna. Það er örugglega búið að panta nýja nú þegar.

Það hefð verið annað og verra ef þetta hefðu verið flutningabíll með forna ofursportara sem hefði rúllað þarna.

Byggt á grein Autoblog

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is