Rafdrifinn RAM væntanlegur 2024

Á dögunum hélt Stellantis sérstakan „rafbíladag“ og þar mátti víst sjá ýmislegt sem væri í vændum frá þeim í framtíðinni. Þar á meðal var forkynning á rafmagns Ram 1500, sem mun keppa við Ford F-150 Lightning og væntanlegan rafknúinn Chevy Silverado.

image

Ram 1500 EV, eða rafbíllinn, er væntanlegur í framleiðslu árið 2024. Kynningarljósmyndin sýnir að rafmagns Ram 1500 mun ekki líkjast núverandi Ram 1500.

Hægt er að sjá ljósarönd að framan í fullri breidd og stuttan pall. Bíllinn lítur líka út fyrir að vera með mýkri línur en núverandi pallbíll.

(frétt á TORQUE REPORT)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is