BMW CE 04 rafknúin „vespa“ sýnd

    • Tilbúin til framleiðslu, fer í sölu á næsta ári
    • Hjólið mun hafa um 130 kílómetra drægni og 120 km hámarkshraða

BMW CE 04 rafmagnsmótorhjól eða með notagildi sem líkist hugsanlega frekar „vespu“ er komin í endanlegan framleiðslubúning.

Að sjálfsögðu er rétt að taka fram að hugtakið „vespa“ er hugverkavarin ítölsk hönnun, svo hér er þetta bara nefnt til samlíkingar.

BMW sýndi hugmyndina að CE 04 í fyrra en núna er komið í ljós að þetta stílhreina létta mótorhjól hefur breyst í alvöru framleiðsluútgáfu mótorhjóls.

image

BMW CE 04 kemst 130 kílómetra á einni hleðslu og hámarkshraðinn er sagður 130 km/klst. mynd: BMW.

Hönnunin er að mestu leyti svipuð því sem BMW sýndi áður. Útlit hjólsins og önnur smáatriði eru ekki alveg eins, en samt lítur það út eins og hugmyndin gerði. Það er af hinu góða, þar sem CE 04 rafmótorhjólið er ein af meira aðlaðandi hönnun mótorhjóls af þessum toga sem við höfum séð.

image

Þeir hjá BMW kunna greinilega alveg að hanna flott útlit á mótorhjólum.

BMW sendi frá sér ítarlegar tæknilýsingar til viðbótar fullt af myndum af hjólinu. Rafmótorinn sem er einn, situr lágt í grindinni, er 42 hestöfl og togið er 60 Nm. Það er nóg fyrir 120 km hámarkshraða, svo að þetta létta rafmótorhjól getur verið í stuttan tíma á þjóðvegi auk þess að vera flott innanbæjar.

Hröðun í 50 km/klst er sögð sláandi þar sem hjólið kemst á þann hraða á aðeins 2,6 sekúndum.

Að komast alla leið frá 0-100 km/klst tekur talsvert lengri tíma, sem BMW heldur fram að sé hægt að gera á 9,2 sekúndum.

image

Þetta rafknúna hjól er hannað til nota í borgarumferð, og þá getur verið gott að hafa góða geymslu fyrir hjálminn þegar hjólið er sett í stæði.

image

Góð geymsla er fyrir hjálminn undir sætinu.

8,9 kWh rafhlöðupakki gefur um 130 kílómetra áætlaða drægni á fullri hleðslu. BMW notar loftkælikerfi til að stjórna hitastigi rafhlöðunnar.

image

Aksurslagið hefur að sjálfsögðu talsvert að segja um orkunotkunina. Þú getur valið á milli aksturstillinga og fengið þannig svipaða upplifun sem fæst þegar verið er að keyra rafknúin ökutæki með endurnýjunarhemlun.

ABS er staðalbúnaður, en „ABS Pro“ er valfrjálst - Pro valkosturinn bætir við sjálfvirka hemlastýringu þegar hallað er í beygju.

ASC miðstýringarkerfi spólvarnar BMW kemur á CE 04. Það starfar á svipaðan hátt og á hjólum BMW með brunahreyfli. Valfrjálst „Dynamic Traction Control“ kerfi er aukabúnaður til viðbótar ASC sem hjálpar enn frekar hröðun í halla og beygju.

image

CE 04-hjólin koma með stórum 10,25 tommu HD skjá sem inniheldur leiðsögukerfi og snjallsímatengingu. Fullt af öðrum fínum búnaði er líka í boði.

image

Öflugur höggdeyfir að aftan tryggir mýkt í akstri.

image

Í stað hefðbundinnar keðju sem almennt er á mótorhjólum er það tennt gúmmíreim sem flytur aflið til afturhjólsins.

Samkvæmt Autoblog byrjar verðið á CE 04 á 11.795 dollurum ( um 1,5 millj. ISK) og BMW segir að það muni fara í sölu á fyrsta ársfjórðungi 2022.

(frétt á Autoblog – myndir frá BMW)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is