Playstation á hjólum?

Samkvæmt nýlegri skýrslu um framleiðslu sportbíla í Japan kemur fram að nýi Nissan GT-R verði með brunavél undir húddinu.

image
image
image
image

Kraftmikil handsmíðuð brunavél

Nú hafa hins vegar borist fréttir þess efnis, ef marka má vefmiðilinn „Best Car“ að nýr GT-R verði að mestu leyti endurgerð R35 kynslóðarinnar. Þessi aðferðafræði er sú sem menn eru meira og meira að snúa sér að í dag til að geta boðið framleiðslubíla í litlu upplagi án þess að þeir kosti hálfan handlegg.

image
image
image

Áframhaldandi framleiðsla

Greint hefur verið frá því Kazutoshi Mizuno aðalverkfræðingur hönnunar Nissan GT-R hafi verið að þróa milda blendingsútgáfu af sportbíl sem átti að verða hinn nýi R36 bíll. Mizuno hætti hins vegar hjá Nissan og því seinkaði verkefninu. Því er spáð að erfitt verði fyrir Nissan að hætta framleiðslunni á R35 árið 2022 eins og ráð var fyrir gert.

Því má reikna með að allavega ein árgerð enn af hinum goðsagnakennda sportbíl (R35), verði framleidd áður en til kynslóðaskipta kemur.

image
image
image

Enn og aftur, samkvæmt japanska bílavefnum „Best Car“ er sagt að R36 verði framleiðslubíll með hreinni brunavél með öllu því sem núverandi R35 hefur og meiru til.

Það verður hins vegar lítill útlitsmunur á bílunum þar sem svo stutt er á milli framleiðslu þeirra. Nissan áhugamenn muna eflaust eftir hve mikil breyting varð á bílnum í kynslóðaskiptum GT-R á milli R34 og R35.

image
image

Bráðum kemur rafmagn

Það kemur svo fram í greininni að aðeins sé mögulegt að nýr GT-R verði búinn bensínknúnum mótor vegna góðrar stöðu Nissan í framleiðslu rafmagns- og blendingsbíla.

image

Einn rosalegasti sportbíll allra tíma

Að sjálfsögðu, ef satt reynist, þýðir það ekki endilega að R36 verði bensínknúinn um alla framtíð – sérstaklega ekki ef ný kynslóð bílsins verður jafn langlíf og R35. Við megum búast við stöðugri þróun líkt og verið hefur í gegnum árin.

Það er því ekki langsótt að ætla að Nissan GT-R skrímslíð verði rafvæddur innan skamms.

image

Nissan Skyline GT-R, R34 árgerð 1999.

image

Nissan GT-R, R35 árgerð 2007.

image

Nissan GT-R, R35 árgerð 2021.

Vél og tækni:

Vél: 3,8 lítra, V6.

(Byggt á grein Autoblog)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is