Maður sem kallaður er meistari í ökuleikni hefur valdið áhorfendum heilabrotum en að undanförnu hafa birtst myndbönd þar sem hann sýnir hvernig snúa skal við þar sem pláss er lítið. Meira en milljón áhorf eru á þetta daglega en af hverju?

image

Það sem einkennir myndböndin (sem virðast öll mjög keimlík) er að undir þeim er leikin afar dramatísk tónlist, það er mikil spenna og voðalega fær bílstjóri, gríðarlegt áhorf en…já en til hvers er hann að þessu?

image

Já! Það gleymdist að nefna að hann væri líka kraftlyftingamaður.

Það er einmitt spurning mjög margra áhorfenda sem skrifa athugasemdir undir myndböndin. Til hvers? Tökum nýjasta myndband sem dæmi. Á fjórum dögum eru áhorf hátt í 2.000.000. Það er ekkert smá!

Rúmlega milljón á dag

En svo er það næsta myndband sem er mánaðargamalt. Mínútulangt myndband og áhorfin komin yfir 33.000.000. Milljón á dag og rúmlega það! Sem vill horfa á mann bakka. Jæja, lesendur góðir. Er þetta mál málanna? Bakka, snúa við, fá einhvern til að taka það upp og henda á YouTube…

Hér eru tvö sýnishorn af þessu milljónamyndefni. Hvað segið þið um þetta?

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is