Volkswagen kynnti í gær áætlanir sínar um að breyta samstæðunni í hugbúnaðardrifið ferðalausna fyrirtæki með áherslu á öflugu vörumerkin sín og alþjóðlegu tæknipalla, sem veldur samlegðaráhrifum og eflingu um leið og að opna fyrir nýjar leiðir í gróða.

image

Herbert Diess forstjóri við kynningu á NEW AUTO.

„Við settum okkur stefnumarkandi markmið að verða leiðandi á heimsvísu í rafknúnum ökutækjum – og við erum komin vel áleiðis,“ sagði Herbert Diess forstjóri við kynningu á NEW AUTO, nýrri stefnu samstæðunnar til 2030

image

VW ID4 GTX. VW ID4 var valinn Bíll ársins af íslenskum bílablaðamönnum í ár. Hann ber einnig titilinn Heimsbíll ársins 2021.

„Byggt á hugbúnaði, verða næstu róttæku breytingar öruggari, snjallari og að lokum sjálfkeyrandi bílar.

Þetta þýðir fyrir okkur að tækni, hraði og mælikvarði munu skipta enn meira máli en í dag. Framtíð ökutækja er björt!“

    • Volkswagen Group kynnti í gær nýja stefnu til ársins 2030.
    • Sameining öflugra vörumerkja, efling tæknimála og aukin fjölbreytni í þjónustuleiðum mun leiða til samlegðaáhrifa, aukinna tekna og framtíðargróða.
    • Aukinn metnaður fyrir rekstrarávöxtun í sölu fyrir árið 2025 úr 7-8% í 8-9% er grunnurinn að nýjum markmiðum.
    • Samningur undirritaður við Gotion High-Tech til að hefja rafhlöðuframleiðslu í Þýskalandi; Spánn sem möguleiki fyrir þriðju verksmiðjuna
    • Herbert Diess forstjóri: „Framtíð bíla og möguleika í ferðalausnum er björt. Volkswagen Group er að búa sig undir til að gegna mikilvægu hlutverki í nýjum heimi ferðalausna með sínum tæknisinnuðu, háþróuðu vörumerkjum.

image

VW mun leggja áherslu á hugbúnað.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is