Einstaklingar keypt rúmlega 2.500 nýja rafbíla á árinu

Alls voru 832 fólks- og sendibı́lar nýskráðir ı́ október sem er 8% aukning frá sama mánuði í fyrra þegar þeir voru 770. Af merkjum BL voru 199 bı́lar nýskráðir borið saman við 181 ı́ fyrra og nemur aukningin 10% milli ára. Markaðshlutdeild BL ı́ október var 23,9%.

Af nýskráðum á tímabilinu í ár voru 1.918 af merkjum sem BL hefur umboð fyrir og nemur markaðshlutdeild fyrirtækisins 21,7% það sem af er ári.

image

70 umhverfismildir

Af þeim 8.841 fólks- og sendibíl sem nýskráður var fyrstu tíu mánuði ársins voru 3.328 raf- eða tengiltvinnbílar, eða tæp 38% og talsvert hærra sé aðeins litið til einstaklingsmarkaðarins þar sem hlutfallið er tæp 53%. Af þeim 4.799 fólks- og sendibílum sem einstaklingar keyptu fyrstu tíu mánuðina eru 2.525 raf- eða tengiltvinnbíll.

Hlutdeild BL í sölu raf- og tengiltvinnbíla nemur rúmum 19 prósentum það sem af er ári þar sem 639 voru nýskráðir fyrstu tíu mánuðina, þar af 70 núna í október. Þar var einkum um að ræða rafbílanna Nissan Leaf og Hyundai Kona EV auk fimmtán tengiltvinnbíla, aðallega BMW.

4% aukning á einstaklingsmarkaði

Á árinu hefur einstaklingsmarkaðurinn einn og sér vaxið um 4% á landsvísu miðað við sama tímabil 2019 á sama tíma og fyrirtækin hafa dregið úr endurnýjun fólks- og sendibíla um tæp 16%. Hjá BL var Hyundai söluhæstur í október með alls 70 nýskráningar. Í öðru sæti var Nissan með 52 og Land Rover með 26. BL var helsta umboð landsins á einstaklings- og fyrirtækjamarkaði með 21,9% hlutdeild og var Nissan söluhæst merkja BL á þeim markaði með 42 nýskráningar. Sé eingöngu litið til fyrirtækja landsins nýskráði BL 49 fólksbíla, aðallega Hyundai, Nissan, Renault og Land Rover og voru Renault og Hyundai meðal tíu söluhæstu fólksbílategundanna á fyrirtækjamarkaði landsins í október.

image

Hyundai helsta merki BL á bílaleigumarkaði

Í október var nýskráður 161 bı́laleigubı́ll, um 55% fleiri en í sama mánuði 2019 þegar þeir voru 104. Hyundai var eins og jafnan helsta merki BL á bílaleigumarkaðnum í síðasta mánuði, að þessu sinni með 30 nýskráningar.

Á árinu hafa 2.048 fólks- og sendibílar verið nýskráðir bílaleigunum, 56,2% færri en á sama tímabili 2019 þegar þeir voru 4.675.

BL er með umboð fyrir NISSAN LEAF. Mynd af Nissan Leaf: www.guideautoweb.com

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is