Volvo vöru- og flutningabílar vinsælastir og Volvo FH16 mest selda einstaka gerðin

Volvo vöru- og flutningabílar tróna á toppnum á Íslandi fyrstu sjö mánuði ársins með 33,7% hlutdeild og 28 nýja selda vörubíla yfir 10 tonn og er söluaukning Volvo á vörubílamarkaði yfir 200%. Í flokki vöru- og flutningabíla yfir 16 tonn er Volvo með 24 bíla og er Volvo FH16 mest seldi vöru- og flutningabíllinn af einstökum gerðum enda þrautreyndur við íslenskar aðstæður.

image

Með nýrri gerð Volvo vöru- og flutningabíla ásamt framúrskarandi þjónustu í nýrri þjónustumiðstöð Veltis á Hádegismóum hefur eftirspurn eftir Volvo vörubílum aukist mjög og er pantanastaða Veltis á Volvo vörubílum það sem eftir er árs mjög sterk.

Uppitími er meginmarkmið þjónustumiðstöðvar Veltis

Rekstraraðilar leggja leggja megináherslu á uppitíma enda skiptir höfuðmáli að atvinnubílar og atvinnutæki séu alltaf til reiðu í vinnu. Framúrskarandi uppitími veltur á fjórum þáttum þ.e. gæðum tækjanna, afkastagetu og tækjabúnaði þjónustumiðstöðvar, framúrskarandi varahlutaþjónustu og þekkingu og reynslu starfsmanna þjónustumiðstöðvar.

Hlutdeild eftir framleiðendum 2021

Volvo 28 bílar eða 33,7%

Vörubílar alls: 83

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is