Bentley slær tvær flugur í einu höggi með næstum aldar millibili

    • Luku samtímis við “framhaldssmíði” á 1929 „Blower“og fyrsta ofurnútímalega Bacalar

Mulliner deildin hjá Bentley kláraði tvo sérsmíðaða bíla sem gátu ekki verið meira öðruvísi. Deildin kláraði fyrsta Bacalar, framúrstefnulega útlítandi „roadster“ byggðan á Continental GT, og samtímis luku þeir við fyrsta Blower framhaldsbílinn.

image

Hvor um sig eru bílarnir takmarkaðir við 12 eintök, Bacalar og „blásarinn“ eru sérsniðin verkefni fyrir viðskiptavinir hafa verið smíðaðir að miklu leyti í höndunum, þannig að það að ljúka við smíði fyrstu bílanna er góður áfangi. Bentley getur heldur ekki gefið upp hver maðurinn keypti er.

Teinafelgurnar eru einnig græna og blæjutoppurinn er svartur.

Eins og bíllinn frá 1929

Vélrænt er fyrsta framhaldblásarinn eins og bíllinn frá 1929, sem þýðir að hann er knúinn áfram af 4,4 lítra fjögurra strokka vél, en Bentley gerði örfáar litlar breytingar á bílnum vegna öryggis og þæginda. Í fyrsta lagi settu þeir rafdrifnar eldsneytisdælur og bættu skilrúmum í eldsneytistankinn.

image

Aðeins meira um upprunalega „blásarann“

Bentley 4½ lítra bíllinn var breskur bíll byggður á undirvagni sem Bentley Motors smíðaði. Walter Owen Bentley skipti Bentley 3 lítra út fyrir öflugri bíl með því að stækka mótorinn í 4,4 lítra. Kappaksturs-gerðin var þekkt sem „Blower Bentley“.

image

Bentley „blásarinn“ frá 1929 á fullri ferð – Forþjappan (eða „blásarinn“) er stóra stykkið sem stendur fram neðst fyrir framan vatnskassann.

Ofursportbíllinn

Aftur á 21. öldina og skoðum nýja ofursportbílinn. Þessi fyrsti Bacalar er með „Atom Silver“ útliti með mosgrænum og gljáandi svörtum ytri áherslum.

Bentley afhenti bílinn með leðurklæddum ferðatöskum og þeir settu lykilinn í kassa sem er klæddur með sama leðri.

image

W12- 650 hestöfl

Aflið í Bacalar kemur frá 6,0 lítra W12, með tveimur forþjöppum, sem skilar 650 hestöflum og 904 NM togi.

Aflið fer til fögurra hjóla umátta gíra sjálfskiptingu sem er tengd við skiptiflipa.

Þó að þetta sé núverandi aflrás, setti Bentley engu að síður Bacalar í gegnum viðamiklar endingarprófanir árið 2020.

image

Báðar gerðirnar eru á leiðinni á sitt nýja heimili. Bentley hafið gefið upp áður að Bacalar yrði seldur í Ameríku samkvæmt „Show and Display“ fyrrikomulagi, þannig að sumt af framleiðslulotunni mun líklega enda á Bandaríkjamarkaði. Í millitíðinni hafa karlar og konur í verkstæði Mulliner í Bentley þegar byrjað að smíða næstu þrjú eintökin í hvorri röð.

(frétt á Autoblog – myndir Bentley)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is