Sókn BMW á sviði rafbíla

    • Rafhlöðudrifnar útgáfur af 7 seríu og 5 seríu væntanlegar á næstu 2 árum

BMW Group mun koma fram með fjóra rafmagnsbíla á næstu tveimur árum þegar bílaframleiðandinn flýtir fyrir því að skipta yfir í rafmagnaðar gerðir.

Rafhlöðudrifnar útgáfur af 7-seríu fólksbíl og X1 sportjeppa koma á næsta ári.

Rafmagnsútgáfur af 5-seríu stærri fólksbíl og Mini Countryman smájeppans koma árið 2023.

image

Flaggskip rafmagnsjeppa BMW, iX, kemur í söluumboð með haustinu.

„Árið 2023 munum við bjóða viðskiptavinum okkar að minnsta kosti einn valkost þar sem um er að ræða bíla sem aðeins nota orku frá rafhlöðum (BEV) í næstum öllum ökutækjaflokkum okkar og á næstu 10 árum stefnum við á að senda frá okkur alls um 10 milljónir rafknúinna ökutækja á markað,“ sagði Zipse við sérfræðinga í á sviði afkomu þann 3. ágúst.

Full rafmagnaða 7 serían og 5 serían verða smíðaðir í verksmiðju BMW í Dingolfing í Þýskalandi.

Verksmiðjan smíðar einnig iX, flaggskip rafknúinn sportjeppa BMW, sem kemur til sölu í haust með i4 rafmagns fólksbílnum, sem er smíðaður í verksmiðju BMW í München.

image

BMW mun einnig kynna i4 rafmagns fólksbíl síðar á þessu ári.

IX mun frumsýna nýtt stýrikerfi 8 BMW sem fyrirtækið segir að sé hannað fyrir 5G tengingu.

„Grunnur nýja ökutækisins er rafmagnaður, hvort sem er með rafhlöðu eða vetni,“ sagði Zipse.

Mjög sveigjanlegur og stigstækkanlegur grunnur er hannaður til að leyfa meiri loftfræðilega hönnun með mismunandi hlutföllum og rúmbetri innréttingum. Hann verður notað fyrir allar nýjar gerðir í hópnum, allt frá BMW til Rolls-Royce, frá og með árinu 2025.

„Neue Klasse kemur með nýrri upplýsingatækni og hönnun hugbúnaðar, auk nýþróaðrar afkastamikillar rafdrifrásar og rafgeyma“, sagði Zipse.

BMW býst við því að sala á full-rafmagns gerðum sínum muni aukast um meira en 50 prósent árlega að meðaltali árið 2025, meira en tíföld tala fyrir árið 2020.

(Automotive News Europe)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is