Nýr Dacia Jogger árgerð 2022 frumsýndur 3. september

Nýi sjö sæta fjölnotabíllinn frá Dacia mun heita Jogger og verður frumsýndur í München á IAA Mobility sýningunni 2021

Hinn nýi Dacia Jogger, sem er arftaki hins rúmgóða sjö sæta fjölnotabíls frá rúmenska vörumerkinu verður frumsýndur á bílasýningunni í München í september í næstu viku.

image

Samkvæmt þessum myndum eru framljós bílsins eru greinilega í samræmi við nýja glæsilegri hönnun Dacia en afturljósin minna á Dacia Bigster hugmyndabílinn.

Þegar Dacia skipti um merki er nafnið stafað með stórum stöfum þvert á afturhlerann.

Dacia hefur haldið sig til hlés hér á landi varðandi sölu á fleiri bílum en Duster til þessa, en hver veit hvað þeir gera þegar þessi bíll bætist í safnið.

image

Forstjóri Dacia, Denis Le Vot, hefur þegar staðfest að nýi bíllinn muni nota CMF-B grunn vörumerkisins, sem er líka notaður fyrir Sandero og mun verða grunninn að nýjum Dacia-gerðum í framtíðinni.

Fleiri bílar á leiðinni

Ólíklegt er að Jogger verði eini sjö sæta bíll Dacia í þessum stærðarflokki. Fyrirtækið mun setja á markað 4,6 metra langan jeppa síðla árs 2024 eða snemma árs 2025 og le Vot sagði að bíllinn, sem sýndur var sem Bigster hugmyndabíllinn, muni hafa „að minnsta kosti fimm sæti“.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is