Nýr 2021 Volkswagen Golf R opinberlega kynntur með 316 hestöflum

    • Hulunni hefur verið svift af nýjum 316 hestafla Volkswagen Golf R

Nýr Volkswagen Golf R í áttundu kynslóð þessa bíls hefur verið kynntur opinberlega. Hann trjónir á toppnum í framboði vörumerkisins - og mun fylgja nýkomnum GTI, GTD og GTE inn í sýningarsalina snemma á næsta ári.

image
image

Þegar hann kemur á markað mun þessi nýi Volkswagen Golf R verða í samkeppni við fjölmarga keppinauta, þar á meðal BMW M135i, Mercedes-AMG A 35 og nýjasta Honda Civic Type R.

image

Nýi Volkswagen Golf R er líkt og fyrirrennarinn með 2,0 lítra fjögurra strokka túrbó bensínvél. Þessi nýjasta útgáfa hefur þó verið meðhöndluð með aðeins meiri áherslu, sem opnar aukalega 20 hestöfl og 20 Nm tog - og tekur afköst þessa sportlega bíls í 316 hestöfl og 420 Nm tog.

Vélin sendir afl til allra fjögurra hjóla um sjö gíra gírkassa með tvöfaldri kúplingu - sem, ásamt afköstunum, segir Volkswagen að muni gefa þessum nýjum Golf R 0–100 km hröðun á 4,7 sekúndum og rafrænt takmarkaðan hámarkshraða 250 km/klst. Hins vegar geta kaupendur valið að láta takmarka hann við 270 km/klst með því að tilgreina valfrjálsan R-Performance pakka fyrirtækisins.

image

Athyglisverðasta akstursstilling Golf R er hins vegar nýi „Drift“ hátturinn, sem Volkswagen segir að muni draga úr gripstýringunni og senda mest afl vélarinnar í afturásinn, til að leyfa þessum sportlega hlaðbak að fara í „drift“.

image

Volkswagen segir allar þessar endurbætur á raf- og hugbúnaði hafa gert nýja Golf R mun liprari en gerðin sem hann kemur í staðinn fyrir - og til að gera endurbæturnar eins skilvirkar og mögulegt er eru þær studdar af röð ágætra vélrænna uppfærslna.

Umbætur í útliti umfram venjulegan áttundu kynslóðar Golf eru nokkuð aðhaldssamar, þar sem einu endurbæturnar eru nýtt sett af 18 tommu álfelgum, sett af lágstemmdum „R“ merkjum og aðeins meira áberandi yfirbyggingarkitt með með dýpri sílsum.

Mest áberandi stílbreytingar sem sýna að þetta sé flaggskipútgáfa af Golf eru útblásturskerfið með fjórum stútum. En fyrir þá sem vilja vera aðeins meira áberandi býður Volkswagen einnig upp á sem aukabúnað tveggja hluta vindskeið að aftan, stærri 19 tommu álfelgur og hljóðmeira (og léttara) Akrapovic útblásturskerfi.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is