Volkswagen Group byrjar að fækka bílum með handskipta gírkassa

Næsta kynslóð Tiguan og Passat árið 2023 mun ekki bjóða upp á handskiptingu

Autoblog-vefurinn fjallar um minnkandi hlutfall handskiptra gírkassa í bílum og segir:

image

Fleiri munu fylgja á eftir

Greinin í Auto Motor und Sport nefnir aðeins Volkswagen vörumerkið og tilgreinir evrópskan, bandarískan og kínverskan markað, en samkvæmt því sem Autoblog skrifar er óhætt að gera ráð fyrir að þetta verði um allt.

Handskiptingar eru settar upp til að vinna með brunahreyflum og Audi hefur þegar sagt að hætt sé að þróa nýjar gerðir brunahreyfla.

Lamborghini, Bentley og Bugatti eru ekki í handskiptingum. Þetta skilur þá eftir atvinnubíla og þunga vörubíla frá Man og Scania. Stórir bílar eru þegar að skipta yfir í sjálfskipta gírkassa og þegar I.D. Buzz sendibíllinn kemur, verður jafnvel hinn algengi vinnubíll að fara sömu leið og fólksbílarnir. En eins og Autoblog segir: „Fyrir okkur sem enn elskum að skipta með höndunum virðist Porsche vera eina von okkar.“

Aðeins lítið hlutfall bíla með handskiptingu í Bandaríkjunum

Hinum megin í heiminum sagði Drive í Ástralíu að heimildir sínar „benda til þess að tímalínan sem fram kemur í Auto Motor und Sport greininni sé nákvæm,“ en talsmaður VW í Ástralíu bætti við: „Við erum nokkuð langt á veg komnir hér, handskiptingar eru aðeins lágt hlutfall af heildarsölu."

Að sögn Edmunds, af 327 bílategundum sem seldar voru í Bandaríkjunum á síðasta ári, bauð 41 bíll upp á handskiptingu eða 13%.

Raunverulegt hlutfall er miklu lægra; CarMax, stærsti söluaðili notaðra bíla í Bandaríkjunum, sagði í fyrra að sala þeirra á handskiptum bílum væri aðeins 2,4% af heildarsölu. Árið 2019 sagði Toyota að aðeins 1% kaupenda Corolla veldi handskiptingu.

Autoblog lýkur umfjöllun sinni á því að segja „að stærðfræðin muni sýna hvers vegna ökumenn handskiptra bíla munu brátt búa í hellum sem upplýstir eru með blysum“.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is