Rivian R1T kemur (kannski) í september

Ef nauðsynleg leyfi fást frá yfirvöldum í Ameríku verða fyrstu pallbílarnir afhentir núna í september.

image

Hann klífur brattar brekkur með stæl og þú getur vaðið yfir vatnsföll á R1T. Já, það er rétt þú getur keyrt yfir ár og vötn þangað til bíllinn flýtur upp, það er mælikvarðinn á hversu djúpt vatnið má vera sem ekið er yfir.

Rivian mun líka framleiða sportjeppann R1S en hann eins og pallbíllinn R1T er enginn slyddujeppi.

Þessir bílar henta í allar aðstæður og má segja að þeir séu fullkomnir fyrir íslenskar aðstæður. Það er hægt að skjótast út í búð á þeim og líka fara um öll fjöll og firnindi. Í skemmstu máli þú getur farið allt á þessum bílum sem þú kemst á óbreyttum jeppum og reyndar mun meira.

image

En skoðum aðeins betur þetta með að keyra rafbíl yfir vað. Það hljómar eins og glapræði við fyrstu sýn. En rafmótorarnir og rafgeymarnir í nútíma rafbílum eru algjörlega vatnsheldir og mega fara á kaf í vatn a.m.k. í smá stund.

En kíkjum á eftirfarandi myndband að lokum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is