• Corolla serían heldur áfram að þróast og tileinka sér nýjar áskoranir í samræmi við þarfir nútímans; Toyota kynnir fyrsta Corolla sportjeppann sem býr yfir þeirri virkni og afköstum sem krafist er nú á tímum.

    • Síðan Corolla kom á markað árið 1966 hefur þróunin byggt á „plus alpha“ hugmyndinni, þar sem fyrirtækið leitast við að fara fram úr væntingum viðskiptavina; Toyota hefur selt meira en 50 milljónir eininga um allan heim (miðað við 1. júlí sl.).

    • Corolla Cross er með háþróað og rúmgott innanrými og er hönnunin bæði að innan og utan fáguð og nýstárleg, segir framleiðandinn. Notagildi bílsins er sagt framúrskarandi við fjölbreyttar aðstæður, allt frá akstri í þéttbýli til tómstundaskreppitúra.

    • Bíllinn nær 26,2 km/L (3,82 lítrar/100 km) sem er besta eldsneytisnýtingin í þessum flokki bíla. Nýþróuð vindufjöðrun að aftan tryggir mjúkan og þægilegan akstur. („E-Four“-bíllinn er búinn tvöfaldri klofafjöðrun að aftan).

image

Z (hybrid / framhjóladrifinn - sýndur á mynd með aukabúnaði)

Síðan fyrsta kynslóðin kom á markað árið 1966 hefur Corolla-serían haldið áfram að þróast og tileinkað sér nýjar áskoranir byggðar á „plus alpha“ hugmyndinni, auk þess sem framleiðandinn leggur ríkulega áherslu á að halda góðri tengingu við viðskiptavini og sjálfan markaðinn. Til viðbótar við fólksbíla, stationgerðir (skutbíla) og hlaðbaka sem nú eru innan línunnar hefur Corolla-serían í gegnum tíðina boðið upp á fjölbreytt úrval gerða sem hafa verið þróaðar út frá fyrirfram gefnum hugmyndum um yfirbyggingu eða útlit, með það að markmiði að koma til móts við síbreytilegan lífsstíl viðskiptavina.

Í dag er Corolla-serían seld í meira en 150 löndum og svæðum um allan heim og í júlí 2021 nam heildarsalan 50 milljónum eintaka.

image

Corolla-serían

Framúrskarandi notagildi sportjeppa

Þægindi og kostir hærri yfirbyggingar

Panorama þakið (er fáanlegt sem valkostur á bæði hybrid- og bensíngerðum Z og S) skapar enn ríkari tilfinningu fyrir rými: stór glerflöturinn veitir farþegum í hverju sæti útsýni upp í himininn og víkkar sjónarsvið þeirra, en rafstýrð inndraganleg gardína stýrir magni sólarljóss sem kemur inn í bílinn.

image

Z (hybrid / framhjóladrifinn) (sýndur á mynd með aukabúnaði) Stýrið er að sjálfsögðu hægra megin, vegna vinstri umferðar í Japan.

image

Farangursrými G-gerða (bensín)

Þægilegt og margbreytilegt farangursrými

Corolla Cross býður upp á mesta farangursrými í sínum flokki, með 487 lítra í boði, jafnvel þegar fimm sæti eru í notkun. Með því að fella niður aftursætin stækkar farangursrýmið enn frekar og veitir nægilegt pláss, jafnvel til að flytja reiðhjól. Stóra afturhurðin að farangursrýminu er í 720 mm hæð yfir jörðu til að auðvelda notendum að hlaða og afferma farangur; handfrjálsri lokun á afturhurð er stjórnað einfaldlega með fjarstýringu lykilsins eða með því að setja fótinn undir stuðara að aftan ― og þá opnast hurðin eða lokast.

Mjög hagnýtur farangurskassi hefur verið sérstaklega hannaður fyrir Corolla Cross; hann gerir notendum kleift að geyma farangur úr augsýn en hægt er að loka honum til að búa til meira farangursrými. Það býður þar með upp á möguleika á margs konar nýtingu á farangursrýminu.

Hönnun sem sameinar lúxus í innanbæjarakstri og notagildi sportjeppa

Áberandi og áhrifamikil hönnun að utan

image

Z (Hybrid / framhjóladrifinn)

Lúxus og rúmgóð innrétting

Frá mælaborðinu að hurðarspjöldunum, er innarýmið samfellt sem stuðlar að víðtæku innra rými. LED-ljós eru notuð við alla lýsingu í farþegarýminu sem á að sýna háþróaða innréttinguna og frjálslegt yfirbragðið samtímis. Sportleg framsæti með mjóu baki veita framúrskarandi stuðning.

image

Z (Hybrid / framhjóladrifinn)

Eldsneytisnýting; sú besta í þessum stærðarflokki bíla

Drifrásir sem skila ánægjulegum akstri

image

1.8L 2ZR-FXE vél, mótor (tvinnbíll / framhjóladrifinn)

Yfirbygging með miklum stífleika fyrir framúrskarandi stöðugleika stýris og fjöðrun sem er hönnuð fyrir mjúkan og þægilega akstur

Corolla Cross sameinar fullkomlega þróaðan GA-C grunn með léttri en stífri yfirbyggingu til að veita lipra og stöðuga stýringu á þann hátt sem hæfir hæð bílsins. Hljóðdeyfandi efni hefur verið dreift á sem bestan hátt til að draga úr hávaða frá vélinni og veghljóði og bætir þægindi og kyrrð í farþegarýminu.

Hvað fjöðrun varðar þá er MacPherson fjöðrun notuð að framan á öllum gerðum Corolla Cross. Framhjóladrifnar gerðir (2WD) eru með nýþróaðri snúningsfjöðrun og stórum gúmmífóðringum að aftan, samsetning sem skilar framúrskarandi veggripi á ójöfnum vegum ásamt þægindum í akstri.

E-Four-bílarnir eru með tvöföldum klofaspyrnum að aftan, sem hafa verið í stöðugri þróun í fyrri kynslóðum Corolla, með endurbættum armfestingum fyrir framúrskarandi stöðugleika og svörun fjöðrunar. Lágmarks snúningsradíus Corolla Cross er aðeins 5,2 metrar, sem er með því minnsta í sínum flokki, auðveldar hreyfingar á þröngum vegum og á bílastæðum.

image

TNGA pallur

Aukið öryggi og öryggisaðgerðir

Nýjasti virki öryggispakkinn

Virkni aflgjafa í neyðartilvikum

Aukabúnaður fyrir innstungu (AC100V/1.500W) og neyðaraflgjafi er fáanlegur á hybridútgáfum Corolla Cross. Meðan á rafmagnsleysi stendur og á öðrum neyðartímum, er hægt að leggja bílnum og nota sem neyðaraflgjafa og Corolla Cross er hægt að nota til að knýja rafmagnstæki eins og hraðsuðuketil og hárþurrku og vera þannig notendum til aðstoðar.

(Byggt á fréttatilkynningu á vefsíðu Toyota – myndir frá Toyota)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is