Samkvæmt frétt á vef Teknikens Värld í Svíþjóð átti rafbíll Ford, Mustang Mach-E, í miklum vandræðum í akstursprófi Teknikens Värld, einnig þekkt sem „elgsprófið“. Bíllinn náði varla 68 km/klst. gegnum prófsvæðið en hann þarf að ná 72 km/klst. til að standast prófið, sem merkir þá að bíllinn - ólíkt keppinautum - fellur á prófinu.

Það sem hafði áhrif

„Vegna þess að hann [Mach-E] er of mjúkur þegar horft er til undirvagnsins og of hægur í stýri, þá er mjög erfitt að koma Mustang Mach-E í gegnum elgsprófsbrautina jafnvel á lágum hraða. Þegar hraði bílsins er 65 km/klst. er hann kemur inn á prófsvæðið (40,5 mph), sjáum við að undirvagninn og fleira á í erfiðleikum og að skrikvarnarbúnaðurinn virkar ekki sem skyldi. Mustang Mach-E fer í gegnum elgspróf á 65 km/klst, og einnig - með erfiðleikum - á 68 km/klst.“ segir í fréttinni.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is