Nýr minni rafknúinn jeppi Volvo væntanlegur – minni en XC40

    • Volvo mun auka jeppaframboð sitt með nýrri gerð á nýjum grunni rafbíla sem gæti fengið nafnið XC20

Breski bílavefurinn Auto Express birti áhugaverða frétt um nýjan minni sportjeppa sem er væntanlegur frá Volvo, og með fréttinni myndir sem sýna þennan nýja jeppa, eða hið minnsta hugmynd um útlit hans.

Að sögn Auto Express Volvo heldur áfram með áætlanir um minni jeppa, mögulega með heitinu XC20 - og yfirmaður fyrirtækisins hefur staðfest að hann verði einn af fyrstu bílunum sem smíðaður verði á nýja grunninum fyrir hreina rafknúna bíla sem eigandi sænska vörumerkisins, Geely, þróaði.

image

Nýr grunnur

Kínverska samsteypan kynnti sérstakan grunn rafbíla, sem kallast „Sustainable Experience Architecture“ (SEA), á bílasýningunni í Beijing.

Tæknin var sýnd með hugmyndafræði frá Lynk & Co, en í samtali við Auto Express viðurkenndi aðalstjórnandi Volvo, Hakan Samuelsson, að tæknimenn hans væru einnig að vinna að gerðum byggðum á SEA - og að hinn margumtalaði sportjeppi, sem Auto Express opinberaði fyrst síðast ári og forsýndi með einkaréttarmyndum (hér að ofan), verður ein af þeim.

„Við munum einnig nota SEA-grunninn“, sagði Samuelsson. „Við munum nota hann í minni bíl, þar sem ég held að sé mjög hagkvæmt og snjallt fyrir okkur að deila því, svo við getum haft uppbyggingu kostnaðar fyrir minni bíl sem er mjög samkeppnishæfur.

Það er erfitt að færa CMA-grunninn [undirvagn XC40], sem er samsettur pallur fyrir rafbíla og bíla með brunavél, lengra niður. Svo ef þú vilt gera minni bíl en XC40 þá getur SEA-grunnurinn gagnast til þess. Við munum nota hann til þess.“

image

Í fyrra gaf Samuelsson vísbendingu um smærri gerð og gaf eftirfarandi í skyn, „Litlir bílar geta líka verið úrvals. Bara vegna þess að þú ert með lítil jakkaföt þurfa þau ekki að vera úr pólýester“. Nú segir hann að fjárfesting Geely í SEA þýði að hún geti staðið undir bíl sem ber Volvo-merkið.

„Við getum smíðað mjög góðan úrvals Volvo á SEA-grunninum“, sagði hann. „Við munum gera það ásamt Geely, svo það er mjög eðlilegt. Við erum að vinna að þessu.

Við þróuðum CMA í Gautaborg, þó að hann væri fjármagnaður sameiginlega. En SEA-grunnurinn hefur verið þróaður í Kína og hjá kínverskum birgjum færðu mjög góða kostnaðaruppbyggingu. En með Volvo merkinu“.

„Já – góð ágiskun! Sá bíll verður að vera í úrvalsflokki og sportjeppar eru mjög vinsælir en þeir ættu að vera rafknúnir líka. Ég held að jepparnir í framtíðinni séu kannski ekki alveg eins og jepparnir eru í dag. Meiri veghæð og hæfileiki í vegleysum eru líklega ekki það mikilvægasta núna. “

Volvo hefur vörumerki á ýmsum XC nöfnum, þar á meðal bæði XC10 og XC20 - en Samuelsson neitaði að gefa nýju gerðinni sérstakt heiti enn þá. „Við skulum sjá hvað hann verður kallaður“, sagði hann, „en það verður bíll sem er örugglega í takt við væntingar viðskiptavina.“

Nýr 40- bíll og XC100 lúxus flaggskip

Samuelsson afhjúpaði einnig að næsta gerð 40-bílsins sé að koma árið 2021. „Á næsta ári verður önnur gerð 40-bíls Volvo, sem einnig verður rafknúinn,“ sagði hann.

„Þannig að við munum hafa rafbíla til að styðja metnað okkar til að selja helming bílanna sem rafmagnsbíla eftir fimm ár“.

(frétt á vef Auto Express)

image

Volvo XC100 - að framan.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is