Daginn sem Ken Block, atvinnurallari með meiru, hættir að aka sem óður þá er tvennt sem getur hafa gerst:

image

Fékk að kíkja í „leyniskúrinn“

Í fyrstu heimsókn kempunnar í höfuðstöðvar Audi fékk Block auðvitað að kíkja í „skúrinn“. Ekki bara venjulegan skúr heldur söguskúrinn sjálfan. Þar sem söguleg tryllitæki framleiðandans eru geymd og nánast falin eins og leynivopn.

image

Þar er að finna sturlaða rallýbíla og sjást þeir vel í meðfylgjandi myndbandi og geðshræringin við það að sjá þessa bíla kom hárunum til að rísa og augljóst að gæsahúðin hríslast um Block. Sjálf hefði ég sennilega farið að skæla en sem betur fer sést þessi töffari ekki skæla í myndbandinu.

Annað væri eins og að fara með nammisjúkan nammigrís í gotterísbúð til þess eins að horfa!

Og okkar maður fékk sko að prófa. Audi Sport quattro S1 E2, Sport Quattro RS 002, Audi V8 quattro DTM og framtíðarbíllinn Audi e-tron Vision Gran Turismo voru á meðal ökutækja sem hann prófaði.

image

Brosandi, en ekki hvað!

Honum leiddist þetta ekki baun! Þvert á móti! Enda hafði hann dreymt um að fá að prófa þessa bíla, árum saman.

image

Og síðast en ekki síst er dásamlegt að fylgjast með svipbrigðunum á andliti Ken Block, sem eðli máls samkvæmt, brosir mikið og fallega:

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is