Tesla Cybertruck fer í fjöldaframleiðslu árið 2023

Elon Musk, forstjóri Tesla, staðfestir þetta á hluthafafundi Tesla

„Hann kemur – 2023“ er stutta útgáfan af skilaboðunum frá Elon Musk stofnanda Tesla um Cybertruck-pallbílinn sem sumir hafa beðið eftir frá rafbílaframleiðandanum.

Ég er viss um að þeir hefðu getað teiknað miklu „flottari“ bíl fyrir Musk en þennan.

image

Fjöldaframleiðsla árið 2023

En Elon Musk forstjóri Tesla, hefur tilkynnt að Tesla Cybertruck muni fara í „fjöldaframleiðslu“ árið 2023. Vörumerkið sem er frægt fyrir rafbíla sína staðfesti fyrr á þessu ári að rafmagnspallbílnum seinkaði og myndi ekki fara í sölu fyrr en árið 2022 vegna ýmissa mála, þ.á.m. alþjóðlega skortsins á hálfleiðurum.

Á nýlegum hluthafafundi Tesla staðfesti bandaríski framleiðandinn einnig að framleiðsla á Tesla Semi vörubílnum og Tesla Roadster sportbílnum myndi líka hefjast árið 2023.

Musk tilkynnti að Tesla muni flytja höfuðstöðvar sínar frá Kaliforníu til Austin í Texas, þó að fyrirtækið muni ekki draga úr veru sinni á vesturströndinni.

image

Skortur á íhlutum

Musk ræddi um framleiðslu Cybertruck og sagði: „Þetta ár hefur verið stöðug barátta við framboð íhluta.

Ólíklegt að Cybertruck komi til Evrópu

Tafirnar koma að öllum líkindum ekki illa við evrópska viðskiptavini þar sem enn er óljóst hvort Cybertruck komist yfir Atlantshafið.

Búið að „panta“ hálfa milljón Cybertruck-bíla

Musk sagði í fyrirspurnatíma á árlegri ráðstefnu fyrirtækisins um rafhlöður á síðasta ári að þótt pantanir fyrir Cybertruck séu „risavaxnar“ eða vel yfir hálfa milljón, þá gæti farartækið ekki komist fram hjá eftirlitsaðilum utan Bandaríkjanna. Þrátt fyrir þetta spáði hann samt framleiðslugetu „að minnsta kosti 250.000 til 300.000 á ári - kannski meira“.

image

Hannaður fyrir amerískan markað

„Við erum að hanna Cybertruck eftir bandarísku forskriftinni,“ sagði Musk, „því ef þú reynir að hanna bíl til að uppfylla ofurkröfur á alþjóðlega vísu, þá er í grundvallaratriðum ekki hægt að búa til Cybertruck. Það er ómögulegt“.

Minni „alþjóðleg“ útgáfa

„Við munum líklega búa til alþjóðlega útgáfu af Cybertruck sem verður svolítið minni,“ sagði Musk.

(frétt á vef Auto Express og fleiri vefsíðum)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is