Mini blæjubíll í „Sidewalk“-útgáfu kemur aftur í 2020 árgerð

    • „Deep Laguna“-málmlitur og örvar ofnar í mjúkan toppinn meðal aukabúnaðar
    • Frumsýndur í mars

image

2020 árgerð Mini Sidewalk blæjubíls

Árið 2007 birtst Mini sem blæjubíll í Sidewalk-útgáfu á hörðum vetrardegi á bílasýningunni í Detroit til að sýna þetta sérstaka útlit. Núna birtist hann aftur sem árgerð 2020, og aftur sem „Mini Convertible Sidewalk“, með fleiri litum og hönnunarvalkostum í boði „Mini Yours“.

image

Aðalvalið er í „Deep Laguna“-málmlit sem ekki er fáanlegur á aðrar gerðir, með mynstra línur á vélarhlíf með andstæðum köntum.

image

Kaupendur geta einnig fengið fimm málmliti úr hefðbundinni litatöflu: Hvítt silfur, Moonwalk Grey, Thunder Grey, Enigmatic Black og Midnight Black. Fyrir markaði sem gera slíkan búnað aukabúnað er „Sidewalk Chili“-búnaðarpakkinn með LED framljós og þokuljós, sjálfvirka loftkælingu, innri lýsingarpakka, hæðarstillanlegt farþegasæti að framan, geymslupakka og akstursstillingar.

image

Innréttingin er með svörtu (antrasít) leðuráklæði, saumað með gulum þræði. Merki „Sidewalk“ er neðst á leðurklæddu sportstýri.

image

Þrjár gerðir véla

Þrjár gerðir bensínvéla: 1,5 lítra þriggja strokka með 102 hestöflum í Mini One, sama vél með 134 hestöflum í Mini Cooper, og 192 hestafla, 2,0 lítra fjögurra strokka í Mini Cooper S. Mini segir að staðalgerð gírkassa verði sex gíra handskipting. Sjö gíra Steptronic með tvöfaldri kúplingu er aukabúnaður á Mini Cooper og Cooper S, DCT með spaðsakiptingu við stýri er valkostur aðeins á Cooper S.

image
image

Verð liggur ekki fyrir ennþá

Autoblog gat ekki upplýst um verð ennþá - það kemur þegar bíllnn verður frumsýndur í mars. Mini Convertible Sidewalk útgáfan verður seld um allan heim, en fjöldinn gæti verið takmarkaður; til dæmis fær Bretland aðeins 150 eintök, og því spurning hvort eintak rati í sýningarsal hér á landi.

image
Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is