Framtíð Nissan Micra er talin vera rafdrifinn smábíll

Nissan íhugar að nýta sér Alliance tækni frá Renault til að halda smábílnum á lífi en gæti einnig hætt með bíl í þessum stærðarflokki

Nissan skoðar nú með samstarfsaðilanum Renault hvort það borgi sig að búa til arftaka Nissan Micra. Talið er næsta víst að bíllinn sem um ræðir verði rafbíll, að því er fram kemur í frétt á vef Auto Express.

image

Þessi bíll japanska vörumerkisins sem verið hefur kappnautur Ford Fiesta og Opel/Vauxhall Corsa hefur átt í erfiðleikum með sölu á fimmtu kynslóð sinni. Fjöldi seldra bíla í Evrópu fór úr rúmlega 86.000 árið 2017 í innan við 40.000 í Covid-högginu 2020.

Ekki enn búnir að ákveða arftaka Micra

Í viðtali við Auto Express sagði Guillaume Cartier, forstjóri Nissan í Evrópu, að fyrirtækið væri ekki enn tilbúið að skuldbinda sig hvað arftaka Micra snertir og að Nissan væri að kanna hvort fjármagn bandalagsins gæti samþykkt smíði slíks bíls.

„Kjarnastarfsemin í dag og á morgun er crossover-Juke, Qashqai, X-Trail, Ariya og nýi bíllinn sem við höfum talað um [crossover rafbíll],“ sagði hann.

„Þetta eru nú þegar fimm bílar. Síðan, fyrir hvern bíl verðum við að ganga úr skugga um að við höfum það sem þarf til - aflrásir til að passa við það magn sem við höfum. Við viljum ganga úr skugga um að þessi kjarni, miðað við magn í hverri gerð, sé að aukast.

Verður að vera rafknúinn bíll

Þegar Cartier var spurður beint hvort bíllinn þyrfti að vera rafknúinn sagði hann: „Já, það er algjörlega lykilatriði.“

Sá bíll er eyrnamerktur til kynningar árið 2024, en þá mun núverandi Micra hafa farið yfir venjulegt sjö ára ferli bíla fyrirtækisins.

Sú áætlun mun einnig vera óþægilega nálægt fyrirhuguðum kynningardegi EB7-reglugerðarinnar og Cartier staðfesti að Nissan hefði engar áætlanir um að fjárfesta í mótorum sínum og ökutækjum til að gera þetta í samræmi við nýju reglurnar. „Markvisst veðjum við á rafvæðinguna,“ sagði hann, „að því marki sem við erum ekki að fjárfesta í Euro 7.“

Gætu líka hætt með bíl í flokki smábíla

Það er hægt að hugsa sér að Nissan gæti að lokum ákveðið að hætta algjörlega í markaðshluta smábíla. Cartier fullyrti að „engar ákvarðanir hafa verið teknar enn“ um hugsanlega notkun samstafsgrunnsins og yfirmaður hans, aðalforstjóri Nissan, Makoto Uchida sagði að hann telji að alþjóðlegt vöruúrval fyrirtækisins sé nú of umfangsmikið.

„Ef þú spyrð mig höfum við nægjanlegan fjölda bíla fyrir Nissan í dag, á heimsvísu finnst mér sá fjöldi of mikill,“ sagði Uchida.

„Við viljum hámarka kjarnavöruna okkar með meira magni. Það er það sem við erum að reyna að gera. Hvort það verði lítill eða stór bíll verður viðskiptavinurinn að gera upp við sig.“

(frétt á Auto Express)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is