Það er uppskeruhátíð hjá bílaumboðunum þessa dagana og þér er boðið! Nýjustu bílarnir koma til landsins og kaupendur hafa um fjölmarga spennandi kosti að velja.

image

Á morgun, laugardaginn 30. október, verður Yaris Cross frumsýndur hér á landi og það á fjórum stöðum Toyota á landinu: Í Kauptúni, Akureyri, Reykjanesbæ og á Selfossi. Þeir sem vilja skoða Yaris Cross og kynnast þessum „stóra bróður“ Yaris geta mætt á milli klukkan 12 og 16.

image

Það helsta

Við hér á Bílabloggi eigum eftir að prófa Yaris Cross en getum samt greint frá því helsta sem fram kemur í upplýsingum frá framleiðanda:

Hann er 24 sentímetrum lengri en hefðbundinn Yaris, veghæðin er meiri og eðli máls samkvæmt situr maður hærra í bílnum. Farangursrýmið er stærra og má t.d. koma fyrir skíðum eða reiðhjóli aftur í með því að fella niður sætisbökin.

image

Ný gerð vélar er í bílnum. Sú er 1,5 l. hybrid (tvinn) og skilar 116 hestöflum.  Bíllinn fæst líka með bensínvél án rafmagnsmótorsins. Báðar gerðir eru með sjálfskiptingu (CVT).

image

Fjórhjóladrifið (AWD) er sennilega það sniðugasta við Yaris Cross og hentar án efa vel við íslenskar vetraraðstæður. Bíllinn fæst líka framhjóladrifinn. Sparneytinn skal hann vera og eru eyðslutölurnar sem gefnar eru upp fyrir blandaðan akstur á bilinu 4,4 l. til 5,1 l. á hundraðið.  

image

Auðvitað er allur búnaður bílsins eins og best verður á kosið en við gerum þessu öllu almennilega skil þegar við höfum reynsluekið bílnum.  

image
image

Útfærslurnar eru fimm og nefnast: Active, Active Plus, Elegant, Adventure og Premier Edition. Verðið á Yaris Cross Hybrid er frá 5.080.000 kr og Yaris Cross með bensínvél kostar frá 4.750.000 kr. Nánar um það hér og auðvitað fást allar upplýsingar líka á sýningunni á morgun.

image

Myndir: Toyota

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is