• Nemendur frá háskólanum í Stuttgart hafa smíðað rafbíl með einstaka hröðun

    • Meðfylgjandi myndband sýnir hvernig 0-100 km/klst á 1,416 sekúndum lítur út

Núna getur Tesla stigið til hliðar, það er komið nýtt hröðunarmet: Bíll sem hópur tuttugu nemenda við háskólann í Stuttgart á það met. Einsæta koltrefja rafbíllinn setti nýtt hröðunarmet 6. október 2022 á Bosch kappakstursbrautinni í Renningen í Þýskalandi og náði 0-100 km/klst á 1,416 sekúndum.

Sá rafbíll sem státar af mestri hröðun var smíðaður af hópi unglinga og nokkurra 20-eitthvað ára gamalla.

Bíllinn var smíðaður af GreenTeam og hröðunaraksturinn var tekinn upp okkur til ánægju og áhorfs.

image

Koltrefjakappakstursbíllinn vegur tæplega 145 kg, sem er ótrúlega lítið miðað við að bíllinn notar fjórhjóladrifskerfi. Sérsmíðaðir mótorar skila 180 kW til hjólanna með hjálp sérsniðins rafhlöðupakka, á meðan loftaflfræðileg yfirbygging bílsins hjálpar honum að þjóta í gegnum loftið eins fljótt og auðið er.

Ótrúlega lág þyngd bílsins þýðir að afl miðað við þyngd kemur inn á svimandi 1726 hestöflum/tonn.

Eins og búast má við stóð GreenTeam frammi fyrir fjölda áskorana í gegnum smíða- og prófunarferlið, útskýrði Pavel Povolni, stjórnarformaður Förderverein GreenTeam Uni Stuttgart e.V.

„Við urðum fyrir miklu áfalli í lok júlí. Í tilraunaakstri til að slá heimsmetið missti bíllinn rásfestuna á miklum hraða og hafnaði á hjólbarðastafla sem þjónaði sem brautarhindrun. Sem betur fer slapp ökumaðurinn ómeiddur en bíllinn skemmdist mikið.“

image

Hér má sjá hópinn sem stóð að smíði bílsins og að setja þetta hröðunarmet á brautinni í Renningen.

GreenTeam hefur áður komið að því að slá 0-100 km/klst metið og setti tímann 2,681 sekúndur árið 2012. Hins vegar sýnir nýi besti tíminn hversu langt rafbílatækni hefur náð á síðasta áratug. Hversu lengi mun þetta met standa?

Myndband: Svona lítur 0-100 km/klst á 1,416 sekúndum út

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is