Jeep Wrangler Overlook

SEMA-sýningin í Las Vegas sneri aftur úr „Covid-fríi” á þessu ári og er haldin þessa dagana. Eins og hefð er fyrir koma bandarísku Stellantis vörumerkin Jeep, Ram, Dodge og Mopar með mikið úrval á sýninguna.

Það vekur strax athygli að hugmyndabíllinn er lengri en venjulegur Wrangler. Hann er reyndar heilu feti lengri eða sem samsvarar 30 sentímetrum.

Hann bætir ekki bara við farmrými, heldur bætir hann við farþegarými. Það er þriðja sætaröð í Overlook. Þessi sæti þurftu einnig sérsniðið afturþak í „safarí-stíl“. Það er 12.5 cm hærra en venjulegt Wrangler þak, til að skapa rými fyrir farþega í aftursætum. Það bjó líka til pláss fyrir auka glugga.

image
image

Aðrar breytingar á yfirbyggingu fela í sér sérsniðið húdd, mjórri framstuðara til að bæta aðkomuhornið og breikkaðan afturstuðara til að vernda lengra skottið.

image

Hann fær einnig sérsniðin framstuðaraljós, Jeep Performance Parts (JPP) ljós á A-bitann og hliðarþrep úr rörum.

Overlook er einnig á Jeep Performance Parts (JPP) 2 tommu lyftibúnaði með Fox dempurum og 20 tommu felgum með 37 tommu dekkjum.

image

En, þetta lítur mjög vel út. Og þegar Land Rover býður nú þegar upp á þriðju sætaröðina í Defender, og vinnur að „teygðri“ útgáfu, eru þeir hjá Autoblog farnir að velta því fyrir sér hvort Jeep ætti að hugsa um enn teygðari Wrangler.

image

(grein á vef Autoblog – myndir frá Jeep)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is