'Slavia'  - verkefni nemenda í hönnunarskóla Skoda er tilbúið

    • Nýjasta verkefnið frá nemendum við Skoda akademíuna fólst í því að taka þakið af Scala til að minnast eins af gömlu bílunum í kappakstrinum

Við sögðum frá því í máli og myndum hér á vefnum á dögunum að nemendur í hönnunarskóla Skoda voru að leggja drög að því að smíða flottan sportbíl – til að minnast eins af gömlu kappakstursbílunum frá Skoda.

image

Það er greinilega fáránlegt gaman að vera námsmaður í Skoda-hönnunarskólanum. Í fyrra bjuggu lærlingarnir til  „Mountiaq“  sem byggður er á grunni Kodiaq og sem hefur nýlega verið fylgt eftir með þessum sportara „Slavia“.

image

Slavia er innblásin af Skoda 1100 OHC, sem var í kappakstrinum á sjötta áratugnum og notar Scala hatchback, eða hlaðbak sem upphafspunkt. Þakið hefur verið tekið af og skipt út fyrir tvær upphækkanir, og afturhurðirnar hafa líka verið fjarlægðar.

image

Það eru fleiri hlutir til staðar úr öðrum áttum, í formi 320 watta hljóðkerfis og öflugs 2250 watta bassabox. Þegar litið er inn í farþegarýmið blasir við nýtt stýri og leðurklædd sportsæti.

image

Eins skemmtilegt og það gæti hafa verið að stinga öflugri 2,0 lítra „EA888“ fjögurra strokka túrbó línuvél undir vélarhlífina, heldur Slavia litlu 1,5 lítra vélinni sem til er í venjulegu Scala. Hún er 148 hestöfl og sendir aflið til framhjólanna með „DSG“ sjálfskiptingu með tvöfaldri kúplingu.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is