Verður þriðja verksmiðja Volvo í Evrópu?

Bílaframleiðandinn ætlar að auka sölu á heimsvísu úr 800.000 í 1,2 milljónir um miðjan áratuginn

Bílaframleiðandinn Volvo sem í hugum margra er enn sænskur, er í raun í meirihlutaeigu Zhejiang Geely Holding Group í Kína.

Fyrirtækið, sem er með aðsetur í Gautaborg, varð næststærsta skráning á markaði í Svíþjóð til þessa eftir útboð í lok október með verðmat upp á 18 milljarða dollara. Verksmiðjur Volvo eru nú tvær í Evrópu; önnur í Torslanda í Svíþjóð og hin í Gent í Belgíu.

Hér á árum áður var Volvo einnig með verksmiðju í Uddevalla, norðar á ströndinni fyrir ofan Gautaborg, en þeirri verksmiðju var lokað árið 2013 í hagræðingarskyni.

image

Volvo XC40 settur saman í verksmiðju bílaframleiðandans í Gent í Belgíu. Önnur evrópsk verksmiðja er í Torslanda í Svíþjóð (myndin efst í fréttinni).

„Við höfum þörf fyrir báðar verksmiðjurnar okkar í Evrópu... en við þurfum fleiri. Þess vegna viljum við byggja þriðju verksmiðjuna," sagði Annwall við Automobilwoche, sem er systurútgáfa Automotive News Europe.

Bílaframleiðandinn, sem nýlega kom á almennan hlutabréfamarkað, er í meirihlutaeigu Zhejiang Geely Holding Group í Kína og framleiðir nú um 800.000 bíla á ári í verksmiðjunum tveimur.

Volvo hefur sett sér sölumarkmið upp á 1,2 milljónir seldra bíla á ári og er ætlunin að ná því markmiði fyrir 2025 og verður helmingur framleiddra bíla rafknúinn. Volvo ætlar eingöngu að framleiða rafbíla fyrir árið 2030.

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is