Peugeot 2008 á toppinn í Evrópu

Peugeot 2008 skipar efsta sætið í sölu í Evrópu og VW Golf fellur út af topp 10 listanum

Verksmiðjustöðvun og forgangsröðun gerða ásamt vöntun á tölvukubbum er sögð vera ástæðan

PARÍS - skorturinn á tölvukubbum og hálfleiðurum hefur hrist upp í hefðbundinni röðun yfir mest seldu gerðir í Evrópu, en sigurvegarinn er óvæntur í október: Peugeot 2008.

image

2008, sem kom á markað í núverandi kynslóð árið 2019, er fáanlegur með brunavélum eða fullrafdrifnum drifrásum. Það voru 18.109 2008 seldir í október, aðeins 877 fleiri en í október 2020 - en á markaði sem lækkaði um 29 prósent vegna skorts á íhlutum.

Bílaframleiðendur forgangsraða framleiðslu á gerðum með meiri framlegð og útblásturgildi meðan á skorti á íhlutum eins og tölvukubbum og hálfleiðurum stendur.

Það seldust aðeins 11.174 eintök af Golf í október, sem er 59 prósenta samdráttur frá október 2020.

Mest seldi bíll VW var T-Roc, í níunda sæti með 12.116 sölu.

image

Á eftir 2008 komu þrjár aðrar gerðir franskra bílaframleiðenda: Renault Clio, Dacia Sandero og Peugeot 208. Athyglisvert er að 2008 landaði ekki fyrsta sætinu í Frakklandi í október og endaði í fjórða sæti.

Þann heiður hlaut Peugeot 208.

Aðeins ein önnur gerð í topp 10 sýndi aukningu í október; Fiat 500, sem hefur fengið einhverja endurreisn á þessu ári með því að bæta við New 500 full-rafmagnaða bílnum.

Of snemmt að fagna mikið

Peugeot og Fiat ættu þó ekki að fagna of mikið, sérstaklega ef skorturinn á íhlutunum minnkar. Golf var áfram í 1. sæti í heildina við lok október, með 186.444 sölu.

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is