Það er sannarlega ekki vanþörf á að hreinsa jarðveginn af virkum sprengjum. Þær liggja nefnilega víða. Það er vel við hæfi að nota Ineos Grenadier til að ferja sprengjuleitarfólk um torfarna slóða þar sem t.d. handsprengjur sem finnast eru gerðar óvirkar.

image

Sir Jim Ratcliffe, stofnandi, forstjóri og einn eigenda Ineos, vildi framleiða bíl sem kæmist „allt“ og væri líkur Land Rover Defender. Ratcliffe er mikill Land Rover karl og þegar framleiðslu á Defender var hætt, tók hann málin í sínar hendur.

Eftir einn ei aki neinn - en smíðum samt bíl

Ofboðslega einfölduð útgáfa af sögunni en ég varð bara að hafa þetta með. Og líka söguna að baki nafninu, hvort sem hún er sönn eður ei:

Burt með bomburnar

Nýverið gekk bílaframleiðandinn til liðs við The HALO Trust - Humanitarian Landmine Removal og er samstarfið hafið eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan.

image

Í Kósóvó hefur gríðarlega mikið verk verið unnið  og á 22 árum hefur Halo fundið tæplega 5000 jarðsprengjur þar. Starfinu er hvergi nærri lokið en með því að nýta Ineos Grenadier í verkefnin er unnt að komast á staði hæst uppi í fjöllunum og um leið er hægt að prófa bílinn við hinar ýmsu aðstæður.

image

Frábært verkefni og sniðugt hjá Ineos að nota Grenadier í sprengjuleitina! Myndbandið er bæði fróðlegt og vel unnið. Hér er það:

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is