Nýr Audi Q8 e-tron var forsýndur hjá Heklu í dag. Viðburðurinn var vel sóttur og fullt út úr dyrum þegar við hjá Bílablogg mættum á staðinn. Um er að ræða flaggskip Audi, splunkunýjan stóran Audi sportjeppa sem án efa á eftir að spóla upp í markaðnum með lúxus rafmagns sportjeppa.

image

Hekla bauð gestum til forsýningar á Audi Q8 e-tron í dag, fimmtudaginn 30. mars á milli kl. 17 og 19, í sýningarsal Audi við Laugaveginn.

image

Þessi nýi rafbíll verður síðan til sýnis hjá Heklu á laugardaginn á milli klukkan 12 og 16.

image

Gestum er boðið í kaffi og köku og þeim gesft kostur á að vera í hópi þeirra fyrstu til að reynsluaka Audi Q8 e-tron

image

Þessi nýi Audi lítur vægast sagt vel út - bíllinn er þéttur og sterkar línur hans kalla á mann þegar maður ber hann augum. Stórar álfelgurnar fylla vel út í hjólaskálarnar og innri hönnun er einstaklega Audi-leg og ber af á mörgum sviðum.

image
image

Myndir: Pétur R. Pétursson

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is