Að öllu óbreyttu lækka ívilnanir tengitvinnbíla um áramót

Núgildandi lög takmarka ívilnanir rafbíla að hámarki fyrir 15.000 bíla

Niðurfelling ívilnunar sem tengibílar hafa notið í formi lækkaðs virðisaukaskatts tekur að öllu óbreyttu breytingum um áramótin. Ívilnunin í dag er að hámarki allt að fjórum milljónum króna af bílverði og getur því numið að hámarki 960 þúsundum króna.

Annað sem skiptir máli líka er að þeir sem eru að kaupa sér nýjan bíl núna munu eiga þann bíl fram yfir þá dagsetningu sem stjórnmálamenn lofsyngja sem þau tímamót þegar allir eiga að vera búnir að taka þátt í umræddum „orkuskiptum“!

Viðræður hafa engu skilað

Á vef FÍB má lesa eftirfarandi: „Viðræður við stjórnvöld hafa staðið yfir um að fresta fyrirhugaðri niðurfellingu og enn sem komið er hefur ekkert verið ákveðið í þessum efnum. Þess má geta að rúmir 2,2 milljarðar virðisaukaskatts voru felldir niður vegna innflutnings 2.632 tengitvinnbíla í fyrra.

Drægni tengitvinnbíla hefur aukist hratt á síðustu árum og hafa margir keypt fyrst tengitvinnbíl á leið sinni yfir í hreinan rafbíl.

Skattaívilnanir af kaupum á hreinum rafbílum renna líklega út um mitt næsta ár þegar kvóta stjórnvalda verður náð. Til að flýta fyrir orkuskiptum hafa kaupendur hreinna rafbíla fengið ívilnun í formi lækkaðs virðisaukaskatts. Núgildandi lög gera ráð fyrir að ívilnunin gildi út árið 2023 eða þar til 15 þúsund slíkir bílar hafa verið fluttir inn.

image

Styttist í að hámarki 15.000 bíla verði náð

Eins og er þykir sýnt að viðmiðum um 15.000 bifreiða hámarki nýskráninga verði náð um mánaðarmótin janúar/febrúar og því líklegt að hvatar virðisaukaskattskerfisins til kaupa á slíkum bifreiðum muni hverfa þar sem niðurfellingin mun orsaka hliðstæða hækkun útsöluverðs sem nemur niðurfellingu eins og fram hefur komið í ályktun sem Bílgreinasambandið sendi fjármálaráðuneytinu sem og efnahags-og viðskiptanefnd 11. nóvember síðastliðinn.

Við það mun ekki einungis draga úr líkum á að einstaklingar og önnur fyrirtæki en bílaleigur kaupi tengitvinnbíla.

Það sem verra er; brottfall ívilnunarinnar mun setja bílaleigur sem tekið hafa virkan þátt í orkuskiptum að undanförnu í erfiða stöðu. Þau markmið sem þær hafa undirgengist tengjast nefnilega virðisaukaskattsívilnuninni órofa böndum. Kaupi bílaleiga tengitvinnbíl utan ívilnunar verður henni ekki heimilt að fella útskatt af útleigu hennar undan skattskyldri veltu. Þar að auki telst slíkur bíll ekki heldur með í skuldbindingarmarkmiðum vörugjaldsafsláttarins.

Þar með munu bílaleigur takast á hendur verulega áhættu nema þá því aðeins að markmiðunum verði unnt að ná með kaupum á rafmagnsbifreiðum. Fari svo er hins vegar hætt við að 15.000 bifreiða hámarki nýskráninga rafmagnsbifreiða verði náð á fyrri hluta ársins 2022.

Áskorun um endurskoðun

Í sameiginlegri yfirlýsingu sem Bílgreinasambandið, Samtök ferðaþjónustunnar og Samtök verslunar og þjónustu sendu Alþingi segir:

(heimildir: vefur Alþingis og vefur FÍB)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is