Hyundai Motors hefur lagt niður þróunardeild sína fyrir brunavélar og einbeitir sér í staðinn að því að þróa rafdrifnar aflrásir fyrir bíla sína. Deildin var staðsett í höfuðstöðvum rannsókna og þróunar fyrirtækisins í Namyang, Suður-Kóreu.

Hyundai Motors þróaði sína fyrstu vél árið 1983.

Framleiðandinn hefur hægt og rólega verið að færast í átt að þróun rafbíla. Áður féll þróun rafbíla hjá fyrirtækinu undir eininguna sem hannar drifrásir. Hins vegar, með nýlegum breytingum, stofnaði Hyundai rafvæðingarþróunarteymi til að beina kröftum fyrirtækisins að rafbílum.

Hyundai Motors var með sína eigin rafhlöðuhönnun og rafhlöðuþróunarteymi. Fyrirtækið staðfesti að teymi myndu færa sig yfir í nýju deildina, samkvæmt frétt í dagblaðinu Korea Economic Daily.Óljóst er hversu mörg önnur svið Hyundai Motor munu fara undir nýju deildina.

Hyundai, ásamt dótturfyrirtæki sínu, Kia Motors, vonast til að selja 1,7 milljónir rafbíla árið 2026. Þetta er djörf stefna en nauðsynleg ráðstöfun kóresku bílaframleiðendanna. Hins vegar er töluverð vinna fyrir höndum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is