Mikill spenningur

Það sást til splunkunýs Broncos í gærmorgun. Um er að ræða stærri gerðina og þann fyrsta af þeirri gerð hér á landi. Það er bílakóngurinn Ingimar Baldvinsson hjá IB bílum á Selfossi sem ku eiga gripinn – allavega ennþá – hver sem nú kaupir þennan fagra fák.

image

Jeppinn kominn til höfuðstöðva IB á Selfossi.

Slegist um lausa bíla

Bíllinn sem Ingimar flytur inn er sérlega vel búinn jeppi. Hann er einn af 7.000 eintökum af 1.st Edition Wildtrak gerð og merktur sem slíkur. Broncoinn er fullur af búnaði og má þar nefna Badlands læsingar að framan og aftan með 4.7 hlutföllum, 35 tommu dekk á 8,5 tommu breiðum felgum. Standard búnaður á 1.st Edition og Wildtrak bílum. Verðið á þessum bíl er um 17.770 þús.

Það skal tekið fram að bílar af þessari gerð eru nær ófáanlegir í Bandaríkjunum eins og staðan er í dag - boðið er yfirverð fyrir bíla af þessari gerð.

image

Þeir hjá IB bílum hafa staðið í ströngu við að koma bílnum á götuna en við náðum tali af Ingimari Baldvinssyni framkvæmdastjóra sem tjáði okkur að bíllinn væri lofaður en von væri á fleirum. Það væri þó ömögulegt að segja til um hvænær þeir bílar kæmu - vonandi sem fyrst, sagði Ingimar.

Myndir: Ford og IB bílar (myndband á Facebook síður IB).

Féttin hefur verið uppfærð!

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is