Dakar rallið fer nú fram í Sádi-Arabíu og í dag (annan keppnisdaginn) var ekin 338 kílómetra leið frá Hail til Al Qaisumah (til að átta sig á „landslaginu“ er best að sjá kort með sérleiðum inni á vefsíðu keppninnar hérna) en annars er hér mynd til glöggvunar: 

image

Það gekk jú á ýmsu á sunnudaginn á fyrstu leið keppninnar. Áttu reynslumestu keppendur í basli með að rata og þegar 70 kílómetrar voru eftir af þeim 333 kílómetrum sem leiðin var, villtust allmargir af leið. Fremur súrt í broti svona „rétt við“ endamarkið þann daginn.

Sjálfur „villtist“ blaðamaðurinn sem þetta skrifar, þ.e. ruglaðist á dögum og því fórst fyrir að fjalla um fyrsta keppnisdaginn. Sem betur fer voru aðrir betur áttaðir og er til dæmis ágæt samantekt um fyrsta formlega keppnisdag 44. Dakar rallsins hér á vef Autosport.

image

Það þjónar engum tilgangi að stinga höfðinu í sandinn þarna í eyðimörkinni. Betur fer á að stinga því inn í hjólaskálina. Mynd/Twitter/Dakar22

Dagurinn í dag (mánudag) var spennandi, segja þeir sem vel hafa fylgst með, og deila með áhugasömum t.d. á Twitter. Eitthvað var um að stóru nöfnin hefðu lent í klandri á meðan nokkur ungstirni sýndu glimrandi takta.

image

Meðan einn er stopp fer annar fram úr...og fleiri ef maður er lengi að laga það sem laga þarf. Þá er kannski best að nýta tímann til að gera eitthvað í málunum. Skjáskot/YouTube

Staðan í öllum flokkum eftir daginn:

Í mótorhjólaflokki var Joan Barreta fyrstur í dag. Í öðru sæti varð Sam Sunderland sem er með forystuna í flokknum, og Kevin Benavides í því þriðja.

image

Loeb á hraðferð. Nógu hratt fór hann til að vinna í dag en Al-Attiyah er þó með forystu. Skjáskot/YouTube

Í flokki fjórhjóla vann Argentínumaðurinn Manuel Andujar,  Alexandre Giroud  annar og Pablo Copetti þriðji.

Þá eru níu keppnisdagar eftir og ekki að ástæðulausu sem sagt er að Dakar rallið sé ein erfiðasta akstursíþróttakeppni í heimi, ef ekki hreinlega sú erfiðasta.

Betur verður farið yfir flokkana í greinum næstu daga. Hér er ágætt myndband þar sem farið er yfir það helsta frá öðrum keppnisdegi Dakar 2022:  

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is