Bara bíll eða eitthvað meira?

Volga er stórfljót í Rússlandi, lengsta á Evrópu og mesta siglingaleið innanlands í Rússlandi. Sovéski Rollsinn heitir eftir þessu fljóti. Gerðarheitið er þó GAZ 24. Bíllinn var framleiddur á árunum 1970 til 1985 nánast óbreyttur. Allavega var boddýinu lítið breytt.

En fyrir sovéskri alþýðu var þetta ekki aðeins bíll, heldur ímynd styrks og staðfestu.

image
image

Volgan kom með 2,5 lítra fjögurra strokka línuvél og beinskiptingu og 5.5 lítra V8 vél með þriggja gíra skjálfskiptingu. Bíllinn gekk á 76 oktana bensíni og þótti bara gott.

image

Slitsterkt áklæði einkenndi Volguna.

image

Frágangur allur hinn sæmilegasti.

Volga leigubílar

Volgan var nánast eini bíllinn sem notaður var sem leigubíll í Sovétríkjunum. Bíllinn sá var mjög hentugur til farþegaflutninga, vinylsæti og innrétting sem auðvelt var að þrífa. Býst við að menn hafi einfaldlega sett slönguna inn í kaggan og spúlað.

image

Ekki voru þessir bílar þjálir í akstri segja menn sem til þekkja.

Leigubílstjórar Moskvuborgar kölluðu þessa fyrstu útgáfu Volgunnar „shrimp” sem átti að vísa til rennilegs lags bílsins. Þetta var töffaralegur bíll.  Á meðan GAZ 21 var uppnefndur „holy cow” enda mun bústnari búkur á þeim kagga.

Milljón kílómetrar; ekkert mál

Volgan þótti með endingarbetri bílum (allvega austur í Sovétríkjunum) og margir leigubílarnir voru komnir með yfir milljón kílómetra á akstursmælinn.

Það var svo árið 1973 sem GAZ-24-03 gerðin kemur en það var sjúkrabílaútgáfa af Volgunni.

image

Milljón kílómetrar þóttu nú ekki mikið á Volgu leigubíl.

Oft var græjunni breytt í pallbíl með því að klippa helminginn af farþegarýminu og taka aftursætin úr. Af hverju að vera flækja málin eitthvað með nýrri hönnun?

Löggubíll og sjúkrabíll

Lögreglan notaði bílinn með ágætum árangri þó svo að fáar sögur fari af einhverjum leynilöggum í eltingaleikjum á slíkum bílum. Eitthvað voru sérfræðingar GAZ verksmiðjunnar að gæla við fjórhjóladrif. Þetta var á árunum 1973-74. Þeir settu saman einn afar huggulegan Volga með fjórhjóladrifi.

image

Þessi þjónaði austur-þýsku löggunni.

image

Volga sjúkrabíll.

Framarlega í tækninni?

Í þeirra augum var þetta afar einfalt ferli. Þeir snéru bara afturöxlinum við og létu hann snúa framdrifinu. Svo settu þeir stýrisbúnað úr Rússajeppanum UAZ í fólksbílinn og varð bíllinn þá frekar háfættur á að líta. Ekki fer nú frekari sögum af þessu fjórhjólaævintýri Volgunnar og það var merkt sem „experimental” verkefni.

Einn bíll virðist þó hafa varðveist – þessi græni á myndinni hér að neðan.

image

Huggulegur vagn og fjórhjóladrifinn.

Bíllinn á myndunum er Volga GAZ 24, árgerð 1984 og er til sölu á Bretlandi á um 8.000 pund. Sá kemur frá Eistlandi og er í þokkalegu standi. Um að gera að bjóða í ef ykkur langar í svona drossíu.

Myndir: Wikipedia og Classic Cars for Sale á Ebay.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is