Polestar er vörumerki sem er ætlað er að gera hlutina öðruvísi

image

Polestar 2 er mikilvægt skref í að ná sölu- og arðsemismarkmiðum að sögn Thomas Ingenlath stjórnarfomanns Volvo.

Polestar er fyrsti rafbíll dótturfyrirtækis Volvo sem eingöngu notar rafhlöður – og verður með miðjustokki sem er annars andstæða flestra rafbíla í dag, sem eru flestir með alveg flötu gólfi.

Miðjustokkurinn hefur ekkert að gera með drifrás eins og við þekkjum í bílum í dag. Þess í stað er hann geymslusvæði rafgeyma og hýsir sumar af þeim 324 rétthyrndu sellum sem knýja Polestar 2 áfram.

Hönnunin er bæði hagnýt og fagurfræðilegt. Rafknúin ökutæki eru yfirleitt eins og hjólabretti, með fyrirferðarmikla rafhlöðupakka flata undir gólfinu. En það bætir við hæð ökutækisins, sem eykur loftmótsstöðu og dregur úr akstursvegalengd, sagði Maximilian Missoni, hönnuður Polestar, við Automotive News Europe á prófunarsvæði Volvo í Hallered um 60 km austur af Gautaborg.

Mikilvægt markmið

Polestar 2 er mikilvægur í að ná markmiði forstjórans, Thomas Ingenlath, um að gera vörumerkið arðbært innan fimm til sjö ára og ná árlegri alþjóðlegri sölu á meira en 100.000 bílum. Ætlunin er að smíða um 50.000 Polestar 2-bíla á fyrsta heila árinu.

image

Eins og sjá má er það einfaldleikinn sem ræður ríkjum í innréttingunni í Polestar

Bíllinn, sem mun kosta á milli 39.000 og 59.000 evrur, er hluti af metnaðarfullri sókn í þessum flokki, og verðið á Polestar, verður verulegra lægra en 155.000 evrur fyrir tengitvinnbílinn Polestar 1 Coupe.

Stefnumörkun sett á hefðbundinn fólksbíl

„Polestar er rétt vörumerki á réttum tíma“, sagði Goodman. „Slagurinn fyrir okkur næstu 12 til 18 mánuðina er að ná athygli þarna úti, að vera áhrifamiklir við markaðssetningu og viðburði sem við höldum og skapa það áhugasvið sem við þurfum til að ná því markmiði sem við stefnum að – og höfum“.

Það að hleypa af hefðbundnum „sedan“ af stokkunum í „crossover-brjáluðum heimi“ gæti virst öfugsnúið en þá benda stjórnendur Polestar á velgengni Tesla's Model 3 sem sönnun fyrir eftirspurn eftir háþróuðum, vel hönnuðum rafdrifnum sedan.

Hugsanleg vandamál í Bandaríkjunum

Eitt sem Polestar hefur ekki er lausn á spenna á heimsvísu. Þetta gæti haft í för með sér alþjóðlegar uppákomur, einkum bandaríska útbreiðsluna. Fyrirtækið stefnir að því að byggja ökutæki sínar í Kína sem er í tollastríði við Bandaríkin. Trump-stjórnin hefur hótað að leggja tolla sem nema allt að 25 prósenta toll til viðbótar á 300 milljarða dollara virði vöru sem flutt er inn frá Kína.

Landfræðilega fjölbreytt framleiðsla myndi bjóða upp á einangrun frá bandarískum viðskiptum í Bandaríkjunum og Kína, en Goodman velti því fyrir sér. „Um leið og þú byrjar að gera það, ert þú kominn í tvöfalda framleiðslu, og kostnaðurinn er mjög hár“, sagði hann.

Það eru þegar komnar um 2.000 pantanir fyrir fram á Polestar 2 á heimsvísu frá því að opnað var fyrir pantanir í lok febrúar. Fyrirtækið neitaði að gefa upp hversu margar af þessum fyrir fram pöntunum eru frá Bandaríkjunum en benti á að áhugi hefði komið snemma frá Kaliforníu, en það ríki er mjög áfram um rafbílavæðingu. Í upphafi er reiknað með að markaðir fyrir Polestar 2 verði Þýskaland, Bretland, Holland, Noregur, Svíþjóð og Belgía.

Bandaríska markaðssóknin, sem hefst í næsta mánuði, mun verða mun beinskeyttari.

Ekki búast við Polestar auglýsingum á Super Bowl, sagði Hembrough. „Þetta mun ekki vera vörumerki fyrir fjöldann“, sagði hann.

Frá og með júlí mun Polestar setja í gang „mjög upplifandi tegund af viðburðum“, svo sem „roadshow“ þar sem almenningur mun hafa tækifæri til að hafa nánari kynni af bílnum. Akstursprófanir verða þó ekki í boði í upphafi.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is