Sérstakur, en ferlega svalur! Hann heitir Dodge A100 Custom Sportsman og þetta hressilega eintak er eitt af 7.273 eintökum ársins 1970 af þeirri gerð. A100 pallbílarnir voru framleiddir frá 1964-1970.

image

A100 er sannarlega ekki það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar minnst er á amerískan pallbíl en eins og sjá má er búið að gera bílinn upp og  sennilega enginn aukvisi sem vann verkið. Í það minnsta var það síðasti eigandi sem vann verkið og var hann víst fagmaður mikill, að því er fram kemur á sölusíðu bílsins.

image

Allar upprunalegar bækur og pappírar fylgja bílnum og hvert einasta handtak sem unnið hefur verið hefur verið skráð í bók sem fylgir að sjálfsögðu.

image

Upprunalegu Slant 6 vélinni var skipt út fyrir 340 V8 frá 1972 og þessu fylgja einhverjar voða fínar upplýsingar með alls konar tölum sem undirrituð treystir sér bara hreinlega ekki til að túlka en hér er hlekkur á alla dýrðina.

image

Fínn litur á bókinni en þetta er samt ekki litabók.

image
image
image
image
image
Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is