„Það hræðilegasta af öllu er að þetta getur konan gert á meðan þú ert í vinnunni. Ekki nóg með að hún geti valið hvaða lit sem rúmast í hálftómum en fallegum kollinum á henni, heldur getur hún fengið neglurnar á sér lakkaðar í nákvæmlega sama lit!“

image

Skjáskot/YouTube

Þessu ryður þulurinn út úr sínum bólstraða tranti undir myndbandinu sem hér fylgir. Þetta er enskt myndbrot frá árinu 1964 þar sem Haydon Auto Painting System er kynnt til sögunnar. Svo einfalt að „jafnvel konan“ ræður við að láta sprauta bílinn.

image

Eins og að lita á sér hárið

Áhyggjur eiginmannsins kviknuðu fyrst (segir þulurinn í myndbandinu) þegar það reyndist ekki einu sinni dýrt að láta sprauta bílinn í öðrum lit. Ekki skánaði það þegar konan var svo fljót að velja litinn á lakkinu að það var hreinlega eins og hún væri að fara að lita á sér hárið.

Nei, það var örugglega eitthvað bogið við þetta.

Held ég að þeir sem þetta bjuggu til fyrir 58 árum myndu aldeilis hrökkva í kút (og jafnvel hrökkva upp af standinum ef það væri ekki þegar orðið of seint) ef þeir myndu mæta með bílinn á réttingaverkstæði nútímans þar sem KONA sprautaði bílinn þeirra!

image

Hjálp! Ljósmynd/Unsplash

Tengdar greinar: 

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is