Fyrsta alvöru bílasýningin í langan tíma í Kína

    • Á sýningunni í Beijing má sjá endurvarp og uppsveiflu rafbíla í bland við óvissar horfur

BEIJING - Bílamarkaður Kína hefur tekið við sér eftir COVID-19 hrunið undanfarna mánuði, sérstaklega fyrir hágæða bíla, en spurningar um endingu þessa bata héngu yfir bílasýningunni í Beijing sem hófst á laugardag.

Sýningin er sú fyrsta sem haldinn er þannig að fólk mæti á staðinn í heimsfaraldrinum. Sýningin markar sigurgöngu fyrir stærsta bílamarkað heims, hrunið frá því seint á síðasta ári þar sem lokanir frystu efnahagsstarfsemi í landinu þar sem sjúkdómurinn braust út.

image

Gestir sýningarinnar í Peking á laugardag. Viðburðurinn í ár er fjarri venjulegum sýningum þar sem færri mæta, frumsýningar á nýjum bílum eru fáar og horfur í atvinnugreininni eru óvissar. Mynd Reuters

Þessi sýning mun þó vera fjarri venjulegum slíkum sýningum þar sem færri mæta, nýjar gerðir eru fáar og horfur enn í óvissu.

Þó má sjá að það er að birta til: Mikil aukning á kínverska markaðinum síðan í apríl, mikil eftirspurn eftir meðalstórum stórum lúxusbifreiðum og miklar fjárfestingar í rafknúnum ökutækjum.

BMW gerir ráð fyrir „einnar tölu vexti“ í Kína á þessu ári, sagði Jochen Goller, yfirmaður BMW Kína.

image

Gestir með andlitsgrímur líta á BMW i4 hugmyndabílinn á sýningunni í Peking. Mynd Reuters

„Við urðum fyrir miklum áhrifum á fjórða ársfjórðungi að sjálfsögðu, og gífurlega í Kína," með 30 prósent sölusamdrætti á ári, sagði Goller við fréttamenn. En á öðrum ársfjórðungi varð 17 prósenta aukning og þessi ársfjórðungur "gengur mjög vel."

„Þú getur sagt að sjálfstraustið sé aftur komið,“ sagði Goller.

En nýlegar endurbætur endurspegla kínverska bílaframleiðendur sem koma fram með fyrri kynningar á bílum þar sem þeir gátu ekki beðið eftir sýningunni áður en þeir fóru á markað. Það bendir til takmarkaðri uppsveiflu við núverandi söluaukningu.

image

Nýr Volkswagen Phideon sýndur á sýningunni í Peking. Mynd Reuters

„Bílasalan í ár er mjög frábrugðin fyrri árum,“ sagði Alan Kang, háttsettur sérfræðingur í bifreiðaiðnaði. „Margir bílar voru seldir í sumar vegna þess að viðskiptavinir seinkuðu kaupum eftir lokunina.“

Sala stærri fólksbifreiða og sportbifreiða er komin aftur í fyrra horf en samkeppni meðal vörumerkja á fjöldamarkaði eykst, sagði Yale Zhang, yfirmaður AutoForesight ráðgjafar í Shanghai.

(Automotive News Europe og Reuters)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is